Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2025 13:18 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. Vilhjálmur stingur niður penna á Facebook í tilefni uppgjörs íslensku bankanna fyrir árið 2024. Þeir skiluðu samanlögðum hagnaði upp á tæpa hundrað milljarða og stefna á að greiða hluthöfum sínum arðgreiðslur upp á samannlagt 69 milljarða króna. „Það er galið að horfa upp á það að Arion banki, Íslandsbanki og Kvika séu að greiða hluthöfum sínum samtals 50 milljarða króna í arð á næstu misserum – en nú hefur Landsbankinn einnig tilkynnt að hann muni greiða 19 milljarða í arðgreiðslu,“ segir Vilhjálmur. „Samtals nema arðgreiðslur þessara fjögurra banka því 69 milljörðum króna – meira en sjálfir kjarasamningarnir kostuðu! Til samanburðar var fullyrt að stöðugleikasamningarnir, sem gerðir voru í mars í fyrra og kostuðu 60 milljarða, væru nauðsynlegir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika.“ Fjármagnið komi ekki úr lausu lofti. „Það er rifið út úr vösum almennings með okurvöxtum, himinháum þjónustugjöldum og gríðarlegum vaxtamun sem bankarnir græða óhikað á. Á meðan heimili og fyrirtæki berjast við að ná endum saman, moka bankarnir hagnaði sínum í vasa fjárfesta í stað þess að lækka kostnað fyrir almenning.“ Vilhálmur sendir ríkisstjórninni óformlega fyrirspurn í færslu sinni. „Ætlar ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, réttlæti og jöfnuð að láta þetta átölulaust? Því þessi græðgisvæðing í bankakerfinu er ekkert annað en dulin skattlagning á launafólk, heimili og almenning!“ Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Kjaramál Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Vilhjálmur stingur niður penna á Facebook í tilefni uppgjörs íslensku bankanna fyrir árið 2024. Þeir skiluðu samanlögðum hagnaði upp á tæpa hundrað milljarða og stefna á að greiða hluthöfum sínum arðgreiðslur upp á samannlagt 69 milljarða króna. „Það er galið að horfa upp á það að Arion banki, Íslandsbanki og Kvika séu að greiða hluthöfum sínum samtals 50 milljarða króna í arð á næstu misserum – en nú hefur Landsbankinn einnig tilkynnt að hann muni greiða 19 milljarða í arðgreiðslu,“ segir Vilhjálmur. „Samtals nema arðgreiðslur þessara fjögurra banka því 69 milljörðum króna – meira en sjálfir kjarasamningarnir kostuðu! Til samanburðar var fullyrt að stöðugleikasamningarnir, sem gerðir voru í mars í fyrra og kostuðu 60 milljarða, væru nauðsynlegir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika.“ Fjármagnið komi ekki úr lausu lofti. „Það er rifið út úr vösum almennings með okurvöxtum, himinháum þjónustugjöldum og gríðarlegum vaxtamun sem bankarnir græða óhikað á. Á meðan heimili og fyrirtæki berjast við að ná endum saman, moka bankarnir hagnaði sínum í vasa fjárfesta í stað þess að lækka kostnað fyrir almenning.“ Vilhálmur sendir ríkisstjórninni óformlega fyrirspurn í færslu sinni. „Ætlar ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, réttlæti og jöfnuð að láta þetta átölulaust? Því þessi græðgisvæðing í bankakerfinu er ekkert annað en dulin skattlagning á launafólk, heimili og almenning!“
Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Kjaramál Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira