Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2025 23:33 Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Flokkur fólksins Bókun 35 Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun