Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2025 23:33 Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Flokkur fólksins Bókun 35 Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 samþykkt verður til ný forgangsregla í íslenzkum rétti. Ólíkt þeim forgangsreglum sem fyrir eru varðandi almenna lagasetningu, þar sem yngri lög frá Alþingi ganga fyrir þeim sem eldri eru og sértækari lög fyrir almennari, mun nýja reglan miðast við það eitt að umrædd löggjöf feli í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Hins vegar virðist Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og samgönguráðherra, ekki hafa fengið minnisblaðið um að flokkurinn hafi breytt um stefnu í stjórnarmyndunarviðræðunum á grundvelli röksemda sem hann hafði áður ítrekað hafnað, eftir að stjórnin var mynduð. Þannig lýsti Eyjólfur því yfir eftir að ríkisstjórnin hafði tekið til starfa að samþykkja þyrfti bókun 35 vegna þess að það hefði verið forsenda þess að hægt hefði verið að mynda ríkisstjórnina. Hvað stjórnarskrána varðar lýsti Eyjólfur, sem er lögfræðingur að mennt, því yfir eftir myndun ríkisstjórnarinnar að hann teldi enn að bókun 35 færi gegn stjórnarskránni, nokkuð sem hann lýsti ítrekað yfir bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum áður en flokkur hans fór í ríkisstjórn, en það þyrfti hins vegar að standa við það sem samið hefði verið um í stjórnarsáttmálanum. Hins vegar er þó nákvæmlega ekkert að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um málið. Fyrir vikið kom varla mörgum á óvart að Sigurjón hafi verið eini þingmaður Flokks fólksins sem tók þátt í umræðunni á Alþingi um bókun 35 fyrr í vikunni. Þau Eyjólf og Ingu Sæland, formann flokksins sem einnig talaði ítrekað gegn málinu áður en hún settist í ríkisstjórn, var hvergi að sjá. Jafnvel þó kallað væri eftir þáttöku Eyjólfs. Þess í stað var Sigurjón ljóslega sendur í umræðuna með það verkefni að koma á framfæri hinni nýju söguskýringu Flokks fólksins. Veruleikinn er sá að það er ástæða fyrir því að staðið var að málum með þeim hætti sem gert var varðandi bókun 35 fyrir rúmum 30 árum þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Annað hefði einfaldlega ekki staðist stjórnarskrána líkt og virtir lögspekingar eins og til dæmis Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hafa bent á. Þetta bentu þingmenn Flokks fólksins réttilega á allt þar til flokknum stóð til boða að setjast við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun