Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:55 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins. Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Í tilkynningu til fjölmiðla tekur félagið, sem gjarnan er nefnt Skotvís, undir með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfisráðherra að ótækt sé að ríkið niðurgreiði hreindýraveiði á Íslandi en hann tilkynnti á fimmtudaginn að til stæði að hækka hreindýraveiðigjöld um tuttugu prósent. Þessar fréttir vöktu hörð viðbrögð meðal veiðimanna. Jóhann Páll sagði í samtali við fréttastofu í gær að hækkunin væri til þess gerð að gjöldin stæðu undir kostnaði við umgjörð veiðanna í ljósi fækkunar í stofninum. Það væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlinda- og ríkisfjármálum að greiða undir veiðar sem þessar. Sjá einnig: „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að stærð hreindýrastofnsins hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa ríki jafnframt um af hverju fækkunin stafar. Engin merki séu um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Þar kom fram að áætlað sé að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019 sem er verulegt áhyggjuefni. Skotvís segist einnig vera meira en tilbúið að semja við ríkið um að félagið taki að sér umsjón hreindýraveiða. Sams konar fyrirkomulag sé við líði í Svíþjóð þar sem sænska skotveiðisambandið sinnir margvíslegri umsýslu fyrir sænska ríkið varðandi veiði og veiðileyfi. „Skotvís er tilbúið til samstarfs og viðræðna um umtalsverða hagræðingu í umsýslu hreindýraveiða og veiðikortakerfisins, svo eitthvað sé nefnt, til sparnaðar fyrir ríkið og hagræðingar fyrir veiðimenn,“ segir í tilkynningu félagsins.
Skotveiði Umhverfismál Dýr Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira