Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 09:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í leiknum gegn ÍA í lokaumferð Bestu deildarinnar síðasta haust. vísir/Anton Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil. Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Víkingar hafa áður sýnt því áhuga að kaupa Gylfa frá keppinautum sínum í Val en Gylfi, sem kom til Vals fyrir síðasta tímabil, er samningsbundinn Hlíðarendafélaginu út þetta ár. Fregnir bárust af því í nóvember að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa en formaður knattspyrnudeildar Vals lýsti því þá sem „gríni“ og sagði við Fótbolta.net: „Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt.“ Nú hafa Víkingar gert tilboð í Gylfa á nýjan leik en samkvæmt upplýsingum Vísis hljóðaði það upp á 6,5 milljónir króna sem er enn lægra tilboð en það sem Valsmenn höfnuðu í nóvember. Valsmenn munu ekki hafa svarað nýja tilboðinu en miðað við upphæðina og það sem á undan er gengið liggur beinast við að því verði snarlega hafnað. Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir auk þess við mbl.is: „Tilboðið þyrfti að vera helvíti gott ef við ættum að taka það til greina. Það yrði að vera upphæð sem hefur ekki sést áður á Íslandi.“ Í viðtalinu segir Arnór að ekkert nýtt tilboð hafi borist í Gylfa en eins og fyrr segir barst tilboðið frá Víkingum í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, sagði frá því á Twitter að tilboð Víkings hefði verið upp á 10 milljónir króna en það mun ekki vera rétt upphæð. Sagði Hjörvar það ljóst að Gylfi vildi ekki vera áfram á Hlíðarenda en Arnór segir í samtali við mbl.is að Gylfi hafi aldrei óskað eftir því að fara frá Val. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, gerir að því skóna að Gylfi vilji losna frá Val, í færslu á Twitter.Skjáskot/@hjorvarhaflida Miðað við ummæli Arnórs og þær upphæðir sem leikmenn hafa verið keyptir á í íslenska boltanum í vetur, til að mynda af Víkingum, virðist bæði 6,5 milljóna og 10 milljóna tilboð í Gylfa algjörlega óraunhæft. Ljóst virðist að mun meira þurfi til þess að Valsmenn selji þennan 35 ára, einstaka leikmann til samkeppnisaðila. Gylfi hefur einnig verið orðaður við Breiðablik en ekkert tilboð hefur borist frá Íslandsmeisturunum enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Vísis.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira