„Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2025 22:16 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals ræddi við sína menn í leik kvöldsins gegn KR Vísir/Anton Brink Valur vann KR á Meistaravöllum eftir framlengdan leik 89-96. Þetta var fimmti sigur Vals í röð í Bónus deildinni og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn gegn sínu gamla félagi. „Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Sjá meira
„Þetta var frábært. Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi og ég hef spilað marga leiki hérna og það er aðeins öðruvísi að vera hérna megin en ég var mjög ánægður með sigurinn þar sem mér fannst spilamennskan ekki ná því flugi sem hún hefur verið á í síðustu leikjum. KR-ingar gerðu vel og við vorum með mislagðar hendur og vorum slakir á báðum endum, “ sagði Finnur Freyr í viðtali eftir leik. Finnur var ekki beint í skýjunum með frammistöðu liðsins en Valsmenn voru undir í hálfleik og gerðu aðeins 37 stig. „Mér fannst líka hlutir í seinni hálfleik eins og í fjórða leikhluta asnalegir. Við skutum boltanum ekki vel og vorum út um allt og við spiluðum þetta upp í hendurnar á KR-ingum og síðan þegar við fengum tækifæri undir körfunni þá vorum við að klikka og tapa boltanum óþarflega.“ Valur endaði þriðja leikhluta á að gera sextán stig gegn aðeins fjórum hjá KR en síðan snerist taflið við í upphafi fjórða leikhluta þar sem KR gerði sjö stig í röð og komst aftur inn í leikinn. „Í byrjun fjórða leikhluta fengum við á okkur tvær körfur sem voru frekar klaufalegar og þá misstum við dampinn og einbeitinguna sem við eigum til að gera þegar sóknin er ekki að ganga og þá dettur vörnin niður.“ Aðspurður út í lokamínúturnar í fjórða leikhluta var Finnur ánægður með Joshua Jeffersson sem setti stór skot ofan í. „Hann setti stór skot til þess að halda okkur inn í þessu. Þetta eru skot sem hann á að taka og Kári setti eitt líka en við fengum líka tækifæri þar sem við áttum að gera betur. „Við komumst inn í framlenginguna og náðum að gera það sama og þeir í fjórða leikhluta með því að skora fyrstu tvær körfurnar og í framlengingu virkar hvert stig fyrir að vera meira en það er í raun og veru.“ Finnur var ánægður með að Valsmenn hafi náð frumkvæðinu í framlengingunni sem sló KR-inga út af laginu. „Við náðum að loka á Vlatko Granic inn í teig í lok fjórða leikhluta og í framlenginguna og svo gerast milljón hlutir í körfuboltaleik og boltinn rúllar stundum upp úr. Þetta er leikur sem eitthvað gerist og annað liðið vinnur. Þetta var jafn leikur og KR-ingar hefðu alveg getað unnið. Kristófer Acox byrjaði á bekknum en það er ekki langt síðan hann steig upp úr meiðslum. Aðspurður hvort það væri komið til að vera að byrja með hann á bekknum sagði Finnur að hann mætti bara spila ákveðið margar mínútur. „Hann er að koma úr meiðslum og við erum með ákveðið mínútumagn á honum og það er þægilegra að hann sleppi fyrstu fimm mínútunum í hvorum hálfleik og spili í 30 mínútur í staðinn fyrir 40 mínútur,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Sjá meira