„Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. febrúar 2025 21:47 Borche Illievski velti því fyrir sér hvers vegna ÍR virðist spila verr á heimavelli en útivelli. Vísir/Anton Brink „Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla. „Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
„Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira