Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 07:32 Guðlaugur Victor þekkir Rooney vel eftir samstarf hjá bæði DC United og síðast Plymouth. Hann segir Rooney hafa misst traustið gagnvart sér en samskiptin hafi þó ávallt verið góð. Vísir/Getty Gengið hefur á ýmsu hjá Guðlaugi Victori Pálssyni hjá Plymouth Argyle á Engandi síðustu mánuði. Goðsögninni Wayne Rooney var sagt upp hjá félaginu eftir slakan árangur og þrátt fyrir að Rooney hafi gefið Guðlaugi fá tækifæri er samband þeirra gott. Guðlaugur Victor fór ekkert frábærlega af stað hjá Plymouth en hann spilaði sem bakvörður í slæmu tapi í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Þá glímdi hann einnig við meiðsli stóran hluta haustsins sem gerði stöðu hans strembna þegar hann sneri aftur. „Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér,“ segir Guðlaugur um stjórann Rooney. „Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt,“ bætir hann við. Rooney gamaldags stjóri Rooney hefur ekki gengið vel í þjálfarastarfinu að undanförnu. Eftir fína byrjun með Derby County milli 2020 og 2022 og ágætan árangur með DC United í MLS-deildinni 2022 til 2023 (þar sem Guðlaugur lék undir hans stjórn) hefur gengið bölvanlega í síðustu störfum hans. Rooney entist aðeins í 15 leiki sem stjóri Birmingham haustið 2023 þar sem aðeins tveir leikir unnust og féll liðið úr ensku B-deildinni vorið eftir. Þá skildi hann við Plymouth um áramótin hafandi aðeins unnið fimm leiki af 25 og liðið límt við botn B-deildarinnar. En hvernig stjóri er Rooney? „Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta og það eru ekki margir knattspyrnustjórar til lengur, segir Guðlaugur. Flest lið séu í dag með yfirþjálfara (e. head coach) fremur en knattspyrnustjóra (e. manager). Hann er mikið að meðhöndla leikmenn en er með menn í kringum sig sem sjá um taktíkina og æfingarnar og svoleiðis. Hann var aðeins meira involveraður hér en í DC, en þetta er gamaldags knattspyrnustjóra stíll sem er frá hans tíma. En hann hefur sagt sjálfur að þegar hann var að spila í besta liði í heimi öll þessi ár var ekki farið mikið í taktík eða rýnt mikið í andstæðinginn. Þetta var bara Alex Ferguson geggjaður og þeir voru það góðir að það var hægt. Það er mjög erfitt þegar þú ert þjálfari hjá liði sem er ekki í sama klassa,“ segir Guðlaugur Victor. Frétt í Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið við Guðlaug í heild má heyra í spilaranum, sem og nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Guðlaugur Victor fór ekkert frábærlega af stað hjá Plymouth en hann spilaði sem bakvörður í slæmu tapi í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar. Þá glímdi hann einnig við meiðsli stóran hluta haustsins sem gerði stöðu hans strembna þegar hann sneri aftur. „Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér,“ segir Guðlaugur um stjórann Rooney. „Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt,“ bætir hann við. Rooney gamaldags stjóri Rooney hefur ekki gengið vel í þjálfarastarfinu að undanförnu. Eftir fína byrjun með Derby County milli 2020 og 2022 og ágætan árangur með DC United í MLS-deildinni 2022 til 2023 (þar sem Guðlaugur lék undir hans stjórn) hefur gengið bölvanlega í síðustu störfum hans. Rooney entist aðeins í 15 leiki sem stjóri Birmingham haustið 2023 þar sem aðeins tveir leikir unnust og féll liðið úr ensku B-deildinni vorið eftir. Þá skildi hann við Plymouth um áramótin hafandi aðeins unnið fimm leiki af 25 og liðið límt við botn B-deildarinnar. En hvernig stjóri er Rooney? „Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta og það eru ekki margir knattspyrnustjórar til lengur, segir Guðlaugur. Flest lið séu í dag með yfirþjálfara (e. head coach) fremur en knattspyrnustjóra (e. manager). Hann er mikið að meðhöndla leikmenn en er með menn í kringum sig sem sjá um taktíkina og æfingarnar og svoleiðis. Hann var aðeins meira involveraður hér en í DC, en þetta er gamaldags knattspyrnustjóra stíll sem er frá hans tíma. En hann hefur sagt sjálfur að þegar hann var að spila í besta liði í heimi öll þessi ár var ekki farið mikið í taktík eða rýnt mikið í andstæðinginn. Þetta var bara Alex Ferguson geggjaður og þeir voru það góðir að það var hægt. Það er mjög erfitt þegar þú ert þjálfari hjá liði sem er ekki í sama klassa,“ segir Guðlaugur Victor. Frétt í Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið við Guðlaug í heild má heyra í spilaranum, sem og nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira