Tími Aaron Rodgers hjá Jets á enda: Óska honum góðs gengis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 18:03 Aaron Rodgers náði ekki að leiða lið New York Jets til alvöru árangurs á þessum tveimur árum og vera hans þar voru mikil vonbrigði að mati flestra. Getty/Luke Hales Aaron Rodgers spilar ekki áfram með New York Jets í NFL-deildinni. Félagið tilkynnti leikmanninum það að félagið óskaði ekki eftir þjónustu hans á næstu leiktíð. „Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
„Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira