Tími Aaron Rodgers hjá Jets á enda: Óska honum góðs gengis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 18:03 Aaron Rodgers náði ekki að leiða lið New York Jets til alvöru árangurs á þessum tveimur árum og vera hans þar voru mikil vonbrigði að mati flestra. Getty/Luke Hales Aaron Rodgers spilar ekki áfram með New York Jets í NFL-deildinni. Félagið tilkynnti leikmanninum það að félagið óskaði ekki eftir þjónustu hans á næstu leiktíð. „Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
„Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó