GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 10:00 Helgi Már Magnússon segir að Sigurður Ingimundarson sé best til þess fallinn að blása lífi í Keflavíkurliðið. Stöð 2 Sport GAZ-mennirnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon höfðu ýmislegt að segja í upphitun fyrir leik Hauka og Keflavíkur. Þeir munu lýsa leiknum með sínum einstaka hætti á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld. Mikil athygli er á Keflavíkurliðinu sem er nú mætt með nýjan þjálfara í lokatilraun til að rétta af gengi þessa rándýra liðs sem situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, með 14 stig. Haukar eru í botnsætinu með átta stig en geta með sigri í kvöld skapað sér von um að halda sér uppi. „Fyrir fram heldur maður að Haukarnir séu að tapa en við erum búnir að læra það að þeir gefa alltaf leik,“ sagði Pavel og Helgi tók undir: „Þeir hafa sýnt það í vetur. Þrátt fyrir að vera í hálfvonlausum stöðum oft á tíðum, þar sem væri auðvelt að leggjast niður og gefast upp, þá býr eitthvað stolt í þessu liði og þjálfarateyminu. Þeir gefa allt sitt í leikina og svo annað hvort dettur þetta eða ekki.“ Talið barst þá að Keflavík sem fróðlegt verður að sjá hvernig mætir til leiks í kvöld, eftir fjögur töp í röð og umtalsverðar breytingar: „Aðalatriðið fyrir okkur er að fylgjast með Keflvíkingum. Það eru breytingar þarna. Nýr þjálfari, Siggi Ingimundar, sem þjálfaði okkur báða í landsliðinu. Við erum búnir að eyða öllum vetrinum í að tala um að það vanti ákveðna hluti í Keflavík. Að það vanti orku, ábyrgð, harðneskju, kraft og baráttu. Allt mjög keflvískir hlutir í grunninn. Og ef það er einhver maður sem getur barið þessa hluti í þá, þá er það Siggi Ingimundar,“ sagði Pavel. „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður Ingimundarson. Þeir hafa verið dálítið flatir og í síðasta leik voru þeir bara ragir. Þetta var mjög ó-keflvískt. Ég ímynda mér að þar hafi menn fengið nóg. Þeir ætla ekki að loka tímabilinu svona,“ sagði Helgi en alla upphitunina má sjá hér að ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur er á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld, í beinni útsendingu GAZ-manna. Leikur Tindastóls og Þórs Þ. er á Stöð 2 Sport og leikur Hattar og Stjörnunnar á Stöð 2 BD2. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Mikil athygli er á Keflavíkurliðinu sem er nú mætt með nýjan þjálfara í lokatilraun til að rétta af gengi þessa rándýra liðs sem situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, með 14 stig. Haukar eru í botnsætinu með átta stig en geta með sigri í kvöld skapað sér von um að halda sér uppi. „Fyrir fram heldur maður að Haukarnir séu að tapa en við erum búnir að læra það að þeir gefa alltaf leik,“ sagði Pavel og Helgi tók undir: „Þeir hafa sýnt það í vetur. Þrátt fyrir að vera í hálfvonlausum stöðum oft á tíðum, þar sem væri auðvelt að leggjast niður og gefast upp, þá býr eitthvað stolt í þessu liði og þjálfarateyminu. Þeir gefa allt sitt í leikina og svo annað hvort dettur þetta eða ekki.“ Talið barst þá að Keflavík sem fróðlegt verður að sjá hvernig mætir til leiks í kvöld, eftir fjögur töp í röð og umtalsverðar breytingar: „Aðalatriðið fyrir okkur er að fylgjast með Keflvíkingum. Það eru breytingar þarna. Nýr þjálfari, Siggi Ingimundar, sem þjálfaði okkur báða í landsliðinu. Við erum búnir að eyða öllum vetrinum í að tala um að það vanti ákveðna hluti í Keflavík. Að það vanti orku, ábyrgð, harðneskju, kraft og baráttu. Allt mjög keflvískir hlutir í grunninn. Og ef það er einhver maður sem getur barið þessa hluti í þá, þá er það Siggi Ingimundar,“ sagði Pavel. „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður Ingimundarson. Þeir hafa verið dálítið flatir og í síðasta leik voru þeir bara ragir. Þetta var mjög ó-keflvískt. Ég ímynda mér að þar hafi menn fengið nóg. Þeir ætla ekki að loka tímabilinu svona,“ sagði Helgi en alla upphitunina má sjá hér að ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur er á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld, í beinni útsendingu GAZ-manna. Leikur Tindastóls og Þórs Þ. er á Stöð 2 Sport og leikur Hattar og Stjörnunnar á Stöð 2 BD2. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn