Vill auka eftirlit með þungaflutningum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 06:02 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir þungaflutninga auka slit á vegum margfalt séu tonnin fleiri en þau mega vera. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga. Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi. Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Eyjólfur segir vegi lifandi fyrirbæri og það sé alltaf verið að þróa nýjar leiðir. Hönnunarleiðbeiningar og staðlar sem notast sé við komi frá Noregi til dæmis en gögnin séu staðfærð hér á landi. Leiðbeiningarnar séu öllum aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar. Útboðsskilmálar byggi alltaf á gögnunum sem sé þó erfitt að festa í lög. Það yrði of flókið. „Það eru ákveðin atriði sem eru séríslensk fyrirbæri. Það eru blæðingar í bundnu slitlagi hér, algengt á sumrin og veturna, dýpri hjólför,“ segir Eyjólfur og að veðráttan geti haft áhrif á það. Hann segir loftslag líka öðruvísi hér en til dæmis í Þýskalandi og Noregi. Vegagerðin vilji leggja meira malbik en bundna slitlagið sé ódýrara. Það sé hægt að leggja fleiri vegi með því að nota það í stað malbiksins. Fjallað um viðhaldsskuld í stjórnarsáttmála Ráðherra segir gríðarlega aukningu í umferð vegna fjölgunar ferðamanna og aukningu í þungaflutningum. Um það sé fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að auka fjárfestingu í samgöngum, hefja framkvæmdir um land allt og vinna upp viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það sé aðeins hægt að greiða þá skuld með því að setja meiri pening í verkefnið. Nauðsynlegt sé að viðhalda virði innviða okkar. Virðið minnki þegar viðhaldið sé ekki nægilegt og þannig hafi virði vegakerfisins minnkað með minna viðhaldi. Hámark þungaflutninga sé 49 tonn og sé farið fram yfir það aukist álagið á vegunum í veldisvexti. Hvert auka tonn auki slit verulega. Frá fyrsta degi í stól samgönguráðherra hafi hann legið yfir vandamálinu. Áður fyrr hafi verið meira eftirlit með þungaflutningum þar sem bílarnir hafi verið vigtaðir af starfsfólki Vegagerðarinnar. Verkefnið hafi verið fært til lögreglunnar en Eyjólfur vill skoða hvort betra væri að færa það aftur til Vegagerðarinnar eða auka samstarf þessara tveggja aðila. Hann ætli að skoða hvernig þetta hafi gengið hjá lögreglu. „Um leið og þú ferð fram yfir leyfilegan tonnafjölda eykst álagið á vegina alveg gríðarlega mikið. Það er gríðarlega mikilvægt að allir þungaflutningar séu samkvæmt þeim reglum sem settar eru.“ Hin aukna umferð hafi áhrif á viðhaldsskuldina. Stjórnvöld ætli að verja 40 milljörðum í samgöngur; 27 fari í framkvæmdir og viðhald en 13 í þjónustu. Viðhaldsskuldin nái aftur til hruns en ný ríkisstjórn ætli í átak í þessum málum. Viðtalið við Eyjólf má heyra í heild sinni hér að ofan en hann ætlar sömuleiðis að leggjast yfir strandsiglingar hér á landi.
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík síðdegis Vegagerð Færð á vegum Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira