Veður

All­hvass vindur sunnan­til og dá­lítil væta

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður víða á bilinu núll til sjö stig.
Hiti verður víða á bilinu núll til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Hæð fyrir norðan land og lægðasvæði suður í hafi munu beina austlægri átt að landinu næstu daga.

Á vef Veðurstofunnar segir að gera megi ráð fyrir stinningskaldi eða allhvössum vindi sunnanlands í dag og dálítilli vætu, en hægari og yfirleitt þurrt á Norðurlandi.

Hiti verður víða á bilinu núll til sjö stig.

„Það er skemmst frá að segja að á morgun er búist við svipuðu veðri áfram.

Á laugardag er spáð lítilsháttar éljum og vægu frosti á landinu, en mildara veðri við suður- og suðvesturströndina,“ segir í tilkynningunni.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan og suðaustan 8-15 m/s og dálítil rigning eða slydda, en 13-20 við suðurströndina fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig. Yfirleitt þurrt á Norðurlandi með hita kringum frostmark.

Á föstudag: Austan 8-15, en 13-20 syðst. Víða dálítil él og vægt frost, en hiti 0 til 5 stig við suðurströndina.

Á laugardag: Austanátt og dálítil él suðaustantil, annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Austanátt og lítilsháttar él, en bjartviðri um landið vestanvert. Frost 0 til 5 stig, en mildara syðst.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir svipað veður áfram, en heldur kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×