Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 13:39 Fjársvik konunnar stóðu yfir í ellefu ár. Þau uppgötvuðust við greiningu á endurgreiðslum vegna erlends sjúkrakostnaðar síðasta vor. Konan var ákærð fyrir skjalafals í opinberu starfi. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig. Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum var nýlega ákærð fyrir skjalafals og fjársvik í opinberu starfi vegna um 156 milljóna króna sem hún kom því til leiðar að stofnunin greiddi fjölskyldu hennar á ellefu ára tímabili. Hún er sökuð um að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar og gefa út tilhæfulausa reikninga. Upp komst um svikin síðasta vor þegar starfsmenn Sjúkratrygginga urðu varir við misræmi í gögnum við greininar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur konunnar, að því er kemur fram í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis. Lögregla hafi verið kölluð til sem tók við rannsókn málsins. Í ákærunni kom fram að konan hefði komið því til leiðar með blekkingum að kröfur í nafni eiginmanns hennar, sem nú er látinn, og tveggja sona hennar hefðu verið greiddar af Sjúkratryggingum án þess að stoð væri fyrir þeim. Hluti greiðslnanna var vegna erlends sjúkrakostnaðar en konan skráði fjölskyldumeðlimi sína einnig sem fylgdarmenn ótengdra einstaklinga sem nutu læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar greiddu konunni og eiginmanni hennar samtals 43 milljónir króna. Tveir synir hennar voru ákærðir fyrir peningaþvætti sem tóku saman við meira en 120 milljónum króna. Meirihluta þess fjár lögðu synirnir inn á reikning móður sinnar. Í svari Sjúkratrygginga segir að ítarleg vinna við að greina aðferðirnar sem konan beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt gæti endurtekið sig hafi hafist strax eftir að málið kom upp. Þá standi yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Stjórnsýsla Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum var nýlega ákærð fyrir skjalafals og fjársvik í opinberu starfi vegna um 156 milljóna króna sem hún kom því til leiðar að stofnunin greiddi fjölskyldu hennar á ellefu ára tímabili. Hún er sökuð um að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar og gefa út tilhæfulausa reikninga. Upp komst um svikin síðasta vor þegar starfsmenn Sjúkratrygginga urðu varir við misræmi í gögnum við greininar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur konunnar, að því er kemur fram í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis. Lögregla hafi verið kölluð til sem tók við rannsókn málsins. Í ákærunni kom fram að konan hefði komið því til leiðar með blekkingum að kröfur í nafni eiginmanns hennar, sem nú er látinn, og tveggja sona hennar hefðu verið greiddar af Sjúkratryggingum án þess að stoð væri fyrir þeim. Hluti greiðslnanna var vegna erlends sjúkrakostnaðar en konan skráði fjölskyldumeðlimi sína einnig sem fylgdarmenn ótengdra einstaklinga sem nutu læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar greiddu konunni og eiginmanni hennar samtals 43 milljónir króna. Tveir synir hennar voru ákærðir fyrir peningaþvætti sem tóku saman við meira en 120 milljónum króna. Meirihluta þess fjár lögðu synirnir inn á reikning móður sinnar. Í svari Sjúkratrygginga segir að ítarleg vinna við að greina aðferðirnar sem konan beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt gæti endurtekið sig hafi hafist strax eftir að málið kom upp. Þá standi yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Stjórnsýsla Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira