Kennarar klæðast svörtu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Sigríður og samstarfskona hennar Ingibjörg Jónasardóttir, sem báðar eru leikskólakennarar á Rauðhóli. Bítið Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. Samninganefndir komu saman að nýju hjá ríkissáttasemjara í morgun eftir helgarfrí. Kennarar mættu allir aftur til vinnu í morgun eftir að Félagsdómur dæmdi verkföll þeirra í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélagas hjá sama vinnuveitanda. Margir syrgja þessa niðurstöðu Félagsdóms. „Þessi hugmynd kom að vera klædd svörtu. Ætli það lýsi ekki okkar líðan í dag, þetta er svo skrítið. Það eru mjög blendnar tilfinningar í stéttinni okkar núna,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli í Reykjavík. Sigríður ræddi stöðuna í kjaradeilunni nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kennarar á Rauðhóli fóru í verkfall fyrir viku síðan. Hún segir gott að mæta aftur og hitta krakkana en sárt á sama tíma. „Við erum í góðri trú í þessari baráttu, eins og er margoft búið að tala um að það sé búið að svíkja okkur síðan 2016. Við erum í góðri trú í verkfalli og svo fer þetta í þennan dóm þannig að skiljanlega eru margar tilfinningar í gangi.“ Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Austurvöll í kvöld, á sama tíma og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. „Ég á von á því að fólk mæti, til að sýna samstöðu í hringiðunni sem við erum í núna. Ég held það sé fyrst og fremst gott fyrir fólk að hittast,“ segir Sigríður. Kennarar viti ekkert hvernig gangi við samningaborðið og því erfitt að leggja mat á hvort grípa eigi til allsherjarverkfalls. „Maður vill auðvitað forðast það í lengstu lög að fara í verkfall. Maður vill bara að það sé hægt að semja.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33 Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21 Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Samninganefndir komu saman að nýju hjá ríkissáttasemjara í morgun eftir helgarfrí. Kennarar mættu allir aftur til vinnu í morgun eftir að Félagsdómur dæmdi verkföll þeirra í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélagas hjá sama vinnuveitanda. Margir syrgja þessa niðurstöðu Félagsdóms. „Þessi hugmynd kom að vera klædd svörtu. Ætli það lýsi ekki okkar líðan í dag, þetta er svo skrítið. Það eru mjög blendnar tilfinningar í stéttinni okkar núna,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli í Reykjavík. Sigríður ræddi stöðuna í kjaradeilunni nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kennarar á Rauðhóli fóru í verkfall fyrir viku síðan. Hún segir gott að mæta aftur og hitta krakkana en sárt á sama tíma. „Við erum í góðri trú í þessari baráttu, eins og er margoft búið að tala um að það sé búið að svíkja okkur síðan 2016. Við erum í góðri trú í verkfalli og svo fer þetta í þennan dóm þannig að skiljanlega eru margar tilfinningar í gangi.“ Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Austurvöll í kvöld, á sama tíma og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. „Ég á von á því að fólk mæti, til að sýna samstöðu í hringiðunni sem við erum í núna. Ég held það sé fyrst og fremst gott fyrir fólk að hittast,“ segir Sigríður. Kennarar viti ekkert hvernig gangi við samningaborðið og því erfitt að leggja mat á hvort grípa eigi til allsherjarverkfalls. „Maður vill auðvitað forðast það í lengstu lög að fara í verkfall. Maður vill bara að það sé hægt að semja.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33 Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21 Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17
Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21
Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33