Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 18:09 Hjálmar Bogi Hafliðason er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Loftmyndin er af Reykjavík. Vísir Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. „Lokum flugbraut og vonum það besta.Enda virðast mannslíf í landsbyggðunum hafa minna vægi í umræðunni. Á árinu 2024 voru um 650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur. Það er leiðin á Landspítalann. Nú þegar skilið getur á milli lífs og dauða trompa nokkur tré tilveru fólks,“ segir Hjálmar Örn Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Lokunin gæti verið örlagarík Önnur staðsetning hafi ekki verið fundin fyrir miðstöð innanlandsflugsins. Hver sem er gæti þurft á bráðaþjónustu þjóðarsjúkrahússins að halda. „Höfuðborgin er m.a. miðstöð umferðar, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónstu fyrir landið allt. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga öfluga og sterka höfuðborg sem stendur undir nafni. Ábyrgðin er mikil og gæti verið örlagarík,“ segir Hjálmar. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna lokana flugbrautanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli séu flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25 prósent af öllum hreyfingum á flugvellinum. „Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkun miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum.“ Þess er krafist af hálfu miðstöðvarinnar að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrautanna með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. Borgarstjórn Reykjavík Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Lokum flugbraut og vonum það besta.Enda virðast mannslíf í landsbyggðunum hafa minna vægi í umræðunni. Á árinu 2024 voru um 650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur. Það er leiðin á Landspítalann. Nú þegar skilið getur á milli lífs og dauða trompa nokkur tré tilveru fólks,“ segir Hjálmar Örn Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Lokunin gæti verið örlagarík Önnur staðsetning hafi ekki verið fundin fyrir miðstöð innanlandsflugsins. Hver sem er gæti þurft á bráðaþjónustu þjóðarsjúkrahússins að halda. „Höfuðborgin er m.a. miðstöð umferðar, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónstu fyrir landið allt. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga öfluga og sterka höfuðborg sem stendur undir nafni. Ábyrgðin er mikil og gæti verið örlagarík,“ segir Hjálmar. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna lokana flugbrautanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli séu flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25 prósent af öllum hreyfingum á flugvellinum. „Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkun miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum.“ Þess er krafist af hálfu miðstöðvarinnar að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrautanna með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair.
Borgarstjórn Reykjavík Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26