„Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:40 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var í skýjunum eftir dramatískan tveggja marka sigur í dag. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við. „Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu. Fram Olís-deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
„Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira