„Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 07:01 Í þættinum lýsir Bergþór ótrúlegri lífsreynslu en hann skírði dóttur sína í höfuðið á björgunarþyrlunni TF-SIF. Skjáskot „Ég hef sagt að einu sinni hafi ég upplifað kulda á ævinni – ekkert annað toppar þetta. Maður var tilfinningalaus á höndum og fótum. Allar hugsanir og hreyfingar voru eins og í bíómynd sem var sýnd hægt. Þarna var bara spurning um tíma – hvað ég myndi endast kuldans vegna,“ segir Bergþór Ingibergsson, fyrrum stýrimaður á Barðanum GK, í nýjasta nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Níu menn börðust fyrir lífi sínu þegar báturinn strandaði við brimklettana út af Hólahólum yst á Snæfellsnesi 14. mars 1987. Lengi hírðust þeir allir inni í litlum kortaklefa - ýmist á kafi í sjó eða ekki og voru sumir vonlitlir um að halda lífi. Skipverjunum af Barðanum GK-475 var bjargað við sérlega erfiðar aðstæður.Stöð 2 „Þetta voru stöðug brot. Svo hreinsaðist allt út úr brúnni – aðeins rör og vírar stóðu út úr þilinu. Á endanum gátum við varla haldið okkur. Hallinn var það mikill að maður var bara láréttur í loftinu,“ segir Bergþór. Ég hefði átt að borga líftrygginguna Skipbrotsmennirnir vissu að þyrla var þeirra eina von, en þeir höfðu ekki vitneskju um hvort aðstæður byðu upp á þyrla kæmist til þeirra. „Ég hugsaði heim til konu og tveggja barna,“ segir Sigursteinn Smári Karlsson, matsveinn á Barðanum. „Það skaust upp í hugann að ég var ekki búinn að borga iðgjaldið af líftryggingunni: „Ohh, ég hefði átt að borga þetta um áramótin.“ Þegar þyrlan TF-SIF kom yfir slysstað var ekkert lífsmark að sjá um borð. Gríðarlega erfitt var að koma siglínu niður til skipbrotsmannanna. Þeir voru svo hífðir upp við illan leik, sumir sitjandi í björgunarlykkjunni. Þessi frækilega björgun er söguleg af mörgum ástæðum, ekki síst vegna þess að um fyrstu stóru björgun íslenskrar þyrlu var að ræða.Stöð 2 Páll Halldórsson, fyrrum þyrluflugstjóri, segir í þættinum að þá hefði honum ekki litist á blikuna og bað til Guðs um að allt endaði vel. Þetta var stærsta íslenska þyrlubjörgunin fram að þessu og markaði þáttaskil í rekstri flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Í þættinum hitta þeir Bergþór og Smári manninn sem bjargaði lífi þeirra, Pál, í fyrsta skipti eftir björgunina. Bergþór skírði dóttur sína í höfuðið á björgunarþyrlunni TF-SIF. Hún heitir Jórunn Sif. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Barðinn strandar Útkall Tengdar fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ „Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður. 1. febrúar 2025 11:03 Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03 Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Níu menn börðust fyrir lífi sínu þegar báturinn strandaði við brimklettana út af Hólahólum yst á Snæfellsnesi 14. mars 1987. Lengi hírðust þeir allir inni í litlum kortaklefa - ýmist á kafi í sjó eða ekki og voru sumir vonlitlir um að halda lífi. Skipverjunum af Barðanum GK-475 var bjargað við sérlega erfiðar aðstæður.Stöð 2 „Þetta voru stöðug brot. Svo hreinsaðist allt út úr brúnni – aðeins rör og vírar stóðu út úr þilinu. Á endanum gátum við varla haldið okkur. Hallinn var það mikill að maður var bara láréttur í loftinu,“ segir Bergþór. Ég hefði átt að borga líftrygginguna Skipbrotsmennirnir vissu að þyrla var þeirra eina von, en þeir höfðu ekki vitneskju um hvort aðstæður byðu upp á þyrla kæmist til þeirra. „Ég hugsaði heim til konu og tveggja barna,“ segir Sigursteinn Smári Karlsson, matsveinn á Barðanum. „Það skaust upp í hugann að ég var ekki búinn að borga iðgjaldið af líftryggingunni: „Ohh, ég hefði átt að borga þetta um áramótin.“ Þegar þyrlan TF-SIF kom yfir slysstað var ekkert lífsmark að sjá um borð. Gríðarlega erfitt var að koma siglínu niður til skipbrotsmannanna. Þeir voru svo hífðir upp við illan leik, sumir sitjandi í björgunarlykkjunni. Þessi frækilega björgun er söguleg af mörgum ástæðum, ekki síst vegna þess að um fyrstu stóru björgun íslenskrar þyrlu var að ræða.Stöð 2 Páll Halldórsson, fyrrum þyrluflugstjóri, segir í þættinum að þá hefði honum ekki litist á blikuna og bað til Guðs um að allt endaði vel. Þetta var stærsta íslenska þyrlubjörgunin fram að þessu og markaði þáttaskil í rekstri flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Í þættinum hitta þeir Bergþór og Smári manninn sem bjargaði lífi þeirra, Pál, í fyrsta skipti eftir björgunina. Bergþór skírði dóttur sína í höfuðið á björgunarþyrlunni TF-SIF. Hún heitir Jórunn Sif. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Barðinn strandar
Útkall Tengdar fréttir „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ „Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður. 1. febrúar 2025 11:03 Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03 Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ „Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður. 1. febrúar 2025 11:03
Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03
Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03