Misbýður orðbragð um flugvöllinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2025 08:48 Jón Bjarnason sat á Alþingi um fjórtán ára skeið, frá 1999 til 2013, og gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Vísir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason. Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason.
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31