Heidelberg skoðar nú Húsavík Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 07:52 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður Heidelberg á Íslandi. Vísir/Einar Forsvarsmenn Heidelberg á Íslandi skoða nú hvort hægt er að koma upp starfsemi sinni á Húsavík. Talsmaður fyrirtækisins var gestur í vikunni á fundi byggðarráðs Norðurþings. Fyrirtækið vill koma upp framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Þau segja það gert í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu. Þar lagði hann fram greinargerð um áhuga Heidelberg á að hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu í desember, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. Fyrirtækið sagði við það tilefni að þau myndu leita annað. Talsmaður Heidelberg sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði eftir kosninguna og að fyrirtækið hefði eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið hefði verið vonbrigði og sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Í greinargerð sem fylgir fundargerð byggðarráðs Norðurþings er fjallað um fyrirtækið, verkefnið sjálft, þær ákvarðanir sem teknar voru í Ölfusi og mögulega framtíð verkefnisin í Norðurþingi. „Heidelberg telur að mikil tækifæri til móbergsvinnslu séu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar og þurrkunar. Einnig hefur Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum,“ segir í greinargerðinni um það hvar Heidelberg vill vinna í Norðurþingi. Þar kemur einnig fram að það gæti tekið um tvö ár að koma verkefninu upp, hvaða mannvirki þyrfti að reisa og hver næstu skref séu. Þá segir einnig að ef verði af þessu verði verkefnið samvinnuverkefni Heidelberg, Norðurþings, Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir að lokum. Námuvinnsla Ölfus Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Þar lagði hann fram greinargerð um áhuga Heidelberg á að hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu í desember, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. Fyrirtækið sagði við það tilefni að þau myndu leita annað. Talsmaður Heidelberg sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði eftir kosninguna og að fyrirtækið hefði eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið hefði verið vonbrigði og sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Í greinargerð sem fylgir fundargerð byggðarráðs Norðurþings er fjallað um fyrirtækið, verkefnið sjálft, þær ákvarðanir sem teknar voru í Ölfusi og mögulega framtíð verkefnisin í Norðurþingi. „Heidelberg telur að mikil tækifæri til móbergsvinnslu séu í framburði Jökulsár á Fjöllum, út af Austur- og Vestursandi í Öxarfirði. Þá væri efnið tekið úr sjó og flutt sjóleiðis að Bakka til þvottar og þurrkunar. Einnig hefur Heidelberg áhuga á að rannsaka efni í landi Norðurþings, t.d. í nágrenni Bakka en líklegt móberg er ofan þjóðvegar 85 sem og í Grísatungufjöllum,“ segir í greinargerðinni um það hvar Heidelberg vill vinna í Norðurþingi. Þar kemur einnig fram að það gæti tekið um tvö ár að koma verkefninu upp, hvaða mannvirki þyrfti að reisa og hver næstu skref séu. Þá segir einnig að ef verði af þessu verði verkefnið samvinnuverkefni Heidelberg, Norðurþings, Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Ef almenn jákvæðni og sameiginlegir hagsmunir eru til staðar verður gerð viljayfirlýsing á milli Heidelberg og Norðurþings um verkefnið. Ef til þess kemur verður verkefnið nánar kynnt íbúum Norðurþings á íbúafundi,“ segir að lokum.
Námuvinnsla Ölfus Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29
Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. 9. desember 2024 16:53
Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13