Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:55 Sigurður Kári Kristjánsson er formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Íslands. llg.is Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands á eftir að taka afstöðu til þess hvort upplýst verður um umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Mannréttindi Alþingi Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda.
Mannréttindi Alþingi Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira