Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:55 Sigurður Kári Kristjánsson er formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Íslands. llg.is Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands á eftir að taka afstöðu til þess hvort upplýst verður um umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Mannréttindi Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda.
Mannréttindi Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira