„Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2025 22:44 Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur í kvöld Facebook/Keflavík karfa Keflavík tapaði gegn ÍR 81-90 á heimavelli í gríðarlega þýðinga miklum leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp störfum. „Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
„Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira