Handbolti

Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukakonur verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins.
Haukakonur verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. Vísir/Anton

Lið Hauka og Fram áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikars kvenna í handbolta í kvöld. Grótta var síðan fjórða liðið til að komast þangað.

Haukakonur taka þátt í bikarúrslitavikunni á ný eftir að hafa mistekist að komast þangað í fyrra en Framliðið er komið þangað eftir tveggja ára fjarveru.

Framkonur unnu tuttugu marka sigur á Stjörnunni, 37-17, eftir að hafa verið tólf mörkum yfir í hálfleik, 18-6.

Lena Margrét Valdimarsdóttir og Alfa Brá Hagalín skoruðu báðar sex mörk en þær Harpa María Friðgeirsdóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir voru báðar með fjögur mörk. Darija Zecevic varð 60 prósent skotanna í markinu.

Embla Steindórsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk en þurfti til þess tuttugu skot. Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði fjögur mörk.

Haukakonur unnu níu marka útisigur á ÍR, 26-17, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 14-6.

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði níu mörk fyrir Hauka og Sara Odden var með fjögur mörk. Sylvía Sigríður Jónsdóttir skoraði mest fyrir ÍR eða fjögur mörk.

Grótta vann 22-21 sigur á Víkingum í síðasta leik átta liða úrslitanna.  Ída Margrét Stefánsdóttir átti stórleik og skoraði tíu mörk fyrir Gróttuliðið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×