Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:32 Dagur Sigurðsson sló á allar efasemdaraddir í Króatíu með því að skila fyrstu verðlaunum Króata síðan á EM 2016. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn. Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti