Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:36 Dagur Sigurðsson gerði það sem til var ætlast með króatíska liðið - vann verðlaun á stórmóti. Getty/Soeren Stache „Það verður að hrósa sérstaklega þjálfaranum Degi Sigurðssyni,“ segir í grein króatíska miðilsins 24 Sata þar sem Dagur staðfestir að hann verði áfram þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta nú þegar HM er lokið. Króatar töpuðu úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en enduðu með silfurverðlaun - fyrstu verðlaun sín á stórmóti síðan á EM árið 2016. Degi tókst því það sem vonast var til þegar hann var ráðinn fyrir tæpu ári síðan. „Hann var á bekknum á erfiðum augnablikum og mátti þola mikið af gagnrýni og efasemdaröddum, en kom liðinu okkar í gang og skráði sig að eilífu í sögubækur króatísks handbolta,“ segir í grein 24 Sata. Sjálfur sagði Dagur eftir úrslitaleikinn í gær, samkvæmt miðlinum: „Auðvitað eru úrslitin svolítil vonbrigði. Við vildum halda í við þá aðeins lengur en þetta var erfiður slagur alveg til enda. Við reyndum allt sem við gátum en lukkan var ekki með okkur. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði spilast í Zagreb, það hefði verið áhugavert,“ sagði Dagur. Dagur Sigurðsson fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn góða á Frökkum í undanúrslitum HM.Getty/Slavko Midzor „Ég óska Danmörku til hamingju. Þeir eru með ótrúlegt lið eins og tölurnar sýna. En okkur mun takast þetta næst,“ sagði Dagur við RTL. Hann verður hylltur líkt og allt króatíska liðið í miðborg Zagreb klukkan fjögur í dag enda Króatar í skýjunum eftir mótið. „Þetta var draumur sem rættist, svo sannarlega. Ég kom hingað til að fá aftur tilfinningarnar og orkuna sem ég hef upplifað. Mér fannst ég endurfæddur, sérstaklega í leikjunum í Zagreb. Ég er mjög ánægður,“ sagði Dagur. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur og var því spurður hvort að hann yrði áfram þjálfari Króatíu: „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sjá meira
Króatar töpuðu úrslitaleiknum gegn Dönum í gær en enduðu með silfurverðlaun - fyrstu verðlaun sín á stórmóti síðan á EM árið 2016. Degi tókst því það sem vonast var til þegar hann var ráðinn fyrir tæpu ári síðan. „Hann var á bekknum á erfiðum augnablikum og mátti þola mikið af gagnrýni og efasemdaröddum, en kom liðinu okkar í gang og skráði sig að eilífu í sögubækur króatísks handbolta,“ segir í grein 24 Sata. Sjálfur sagði Dagur eftir úrslitaleikinn í gær, samkvæmt miðlinum: „Auðvitað eru úrslitin svolítil vonbrigði. Við vildum halda í við þá aðeins lengur en þetta var erfiður slagur alveg til enda. Við reyndum allt sem við gátum en lukkan var ekki með okkur. Ég hefði viljað sjá hvernig þessi leikur hefði spilast í Zagreb, það hefði verið áhugavert,“ sagði Dagur. Dagur Sigurðsson fagnar með leikmönnum sínum eftir sigurinn góða á Frökkum í undanúrslitum HM.Getty/Slavko Midzor „Ég óska Danmörku til hamingju. Þeir eru með ótrúlegt lið eins og tölurnar sýna. En okkur mun takast þetta næst,“ sagði Dagur við RTL. Hann verður hylltur líkt og allt króatíska liðið í miðborg Zagreb klukkan fjögur í dag enda Króatar í skýjunum eftir mótið. „Þetta var draumur sem rættist, svo sannarlega. Ég kom hingað til að fá aftur tilfinningarnar og orkuna sem ég hef upplifað. Mér fannst ég endurfæddur, sérstaklega í leikjunum í Zagreb. Ég er mjög ánægður,“ sagði Dagur. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur og var því spurður hvort að hann yrði áfram þjálfari Króatíu: „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sjá meira
Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30
Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu. 2. febrúar 2025 19:00