Kjartan: Við erum að vaða á liðin Árni Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2025 21:22 Kjartan Atli Kjartansson gat leyft sér að fagna í kvöld. Vísir / Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“ UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira
Leikurinn var í járnum þegar fjórði leikhluti hófst en frábær fjórði leikhluti skóp sigurinn en hvað var það sem gerðist til að landa stigunum? „Á þessum tímapunkti snýst þetta mikið um gildi, anda, baráttu og vilja. Við vorum ósáttir með vörnina í fyrri hálfleik og það var ótrúlega áhugavert að tala við strákana í hálfleik því þeir vissu nákvæmlega hvað það var sem þurfti að laga. Þeir gerðu svo virkilega vel á gólfinu. Haukar eru erfiðir og við náðum ekki að klukka þá í fyrri hálfleiknum og hornin voru opin. Það lagaðist í seinni hálfleik og svo settum við skotin. Hörður og Dúi t.d. með stóra þrista og það kom góður andi í þetta.“ Sigurinn í kvöld gerir það að verkum að það eru átta stig frá botni deildarinnar og einskinsmannslandið fjarlægist líka fyrir Álftnesinga. Hvað sér Kjartan fyrir sér í framhaldinu? „Framhaldið er eins og alltaf. Bara einn leikur í einu, Grindavík á miðvikudaginn og það er eins langt og við getum horft. Við getum ekkert verið að spá í þessu hingað og þangað. Þetta er bara það eina sem við ráðum við, það er undirbúningurinn, svo koma bara einhverjar nýjar breytur í þetta. Allt sem gerist á eftir vitum við ekki. Allt sem getur gerst í framtíðinni vitum við ekki. Við bara höldum vídeó fundi, jöfnum okkur eftir þennan leik og förum síðan að undirbúa okkur undir Grindavík.“ Álftanes hefur verið gagnrýnt fyrir sóknarleik sinn, hann sagður stífur en í síðustu þremur leikjum hefur liðið verið að skora í kringum hundrað stig. Hvað er það sem hefur breyst? „Andinn svolítið er að breytast. Við erum að vaða á liðin sem er mjög gaman að sjá. Við erum fljótir að finna góð opin skot í sókninni. Mér finnst við geta spilað bæði hratt og hægt. Við getum leikið okkur með tempóið. Við erum að ljúka sóknunum fyrr og allir sjá það. Við gerðum líka breytingar um mitt tímabil og við erum bara tíma að líma okkur saman. Við gerðum líka breytingar fyrir tímabil þegar David Okeke kom til okkar þannig að það eru allskonar svona hlutir sem skipta máli og nú erum við að koma saman, búnir að spila þrjá flotta leiki í röð en það er bara Grindavík á miðvikudaginn.“ Lukas Palyz, ný leikmaður Álftaness, gerði 14 stig og spilaði mjög vel mínúturnar sem hann fékk. Var þetta allt sem Kjartan vildi sjá frá honum? „Hann átti mjög flottan leik í kvöld. Við fengum mann inn sem getur sogað til sín varnirnar og er fljótur að skjóta. Hann passar líka vel inn í liðið. Hann hefur náð góðum árangri á sínum ferli og þekkir að fara í mikilvæga leiki. Enn einn reynsluboltinn í okkar lið.“
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira