Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2025 06:18 Hundaeigendur eru vanir því að viðra dýrin sín í öllum veðrum eins og þessi fyrir hádegi við Ægissíðu. vísir/vilhelm Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15. Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug. Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik. Varað er við eldingahættu í dag. Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags. Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15. Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug. Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik. Varað er við eldingahættu í dag. Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags. Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Almannavarnir Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira