Fótbolti

Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos eru úr leik í gríska bikarnum.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos eru úr leik í gríska bikarnum. Getty/Franco Arland

Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í Panathinaikos duttu á grátlegan hátt út úr gríska bikarnum í kvöld.

Panathinaikos tapaði þá 1-0 í seinni undanúrslitaleiknum á móti Olympiacos.

Liðin gerðu 1-1 í fyrri leiknum sem var á heimavelli Panathinaikos en leikurinn í kvöld var á heimavelli Olympiacos.

Olympiacos skoraði sigurmarkið sitt á fjórðu mínútu í uppbótatíma en það skoraði Christos Mouzakitis. Olympiacos vann því 2-1 samanlagt.

Ayoub El Kaab, hjá Olympiacos, fékk tækifæri tveimur mínútum fyrr til að skora úr vítaspyrnu en tókst ekki.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan tímann í miðri vörn Panathinaikos.

Olympiacos tryggði sér með þessu undanúrslitaleik á móti AEK Aþenu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×