Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 18:20 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis. Við tökum veðurbarna ferðalanga tali í fréttatímanum, verðum í beinni útsendingu með veðurfræðingi úti í óveðrinu og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um það sem koma skal á morgun. Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag. Við förum yfir tíðindi dagsins í kennaradeilunni og sýnum frá heitum umræðum sem sköpuðust í Pallborði um málið. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentu lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Við sýnum einnig frá blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem Trump lét falla umdeild ummæli um eignarhald Bandaríkjanna á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og aktivisti, kemur í myndver og bregst við ummælunum. Í sportinu heyrum við í Jóni Daða Böðvarssyni knattspyrnumanni sem hefur farið á kostum með nýju liði. Og í Íslandi í dag hittum við ung hjón í Laugardal, sem gengu í gegnum martröð allra foreldra fyrir tæpum tveimur árum þegar fjögurra ára sonur þeirra lést eftir svipleg veikindi. Þau ræða missinn, sorgina sem hefur litað líf þeirra síðan og leiðirnar sem þau hafa farið til að vinna úr henni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Við tökum veðurbarna ferðalanga tali í fréttatímanum, verðum í beinni útsendingu með veðurfræðingi úti í óveðrinu og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um það sem koma skal á morgun. Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag. Við förum yfir tíðindi dagsins í kennaradeilunni og sýnum frá heitum umræðum sem sköpuðust í Pallborði um málið. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentu lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Við sýnum einnig frá blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem Trump lét falla umdeild ummæli um eignarhald Bandaríkjanna á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og aktivisti, kemur í myndver og bregst við ummælunum. Í sportinu heyrum við í Jóni Daða Böðvarssyni knattspyrnumanni sem hefur farið á kostum með nýju liði. Og í Íslandi í dag hittum við ung hjón í Laugardal, sem gengu í gegnum martröð allra foreldra fyrir tæpum tveimur árum þegar fjögurra ára sonur þeirra lést eftir svipleg veikindi. Þau ræða missinn, sorgina sem hefur litað líf þeirra síðan og leiðirnar sem þau hafa farið til að vinna úr henni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira