Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 10:54 Maður kveikir á kerti við Risbergska-skólann í Örebro. EPA/ANDERS WIKLUND Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. Árásin átti sér stað um hádegi í gær í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Maðurinn sjálfur er sá ellefti sem lést í árásinni en hann er talinn hafa svipt sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði, samkvæmt SVT. Talið er að hann hafi mögulega skotið í átt að lögregluþjónum fyrst en það er til rannsóknar. Ekki er búið að bera kennsl á alla þá sem dóu í árásinni enn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sex særðust og tveir þeirra eru enn á gjörgæslu. Að öðru leyti er lítið vitað um fórnarlömb árásarinnar enn sem komið er. Hann hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu en blaðamenn Aftonbladet hafa eftir ættingjum árásarmannsins að hann hafi verið mikill einfari og hafi staðið illa félagslega. Hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir glæpi og var ekki þekktur af lögreglu. Hann var með skotvopnaleyfi og er sagður hafa notað hálfsjálfvirka byssu sem hann átti löglega til árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa falið byssu sína í gítartösku, eða svipaðri tösku, þegar hann fór inn í skólann. Samkvæmt heimildum Aftonbladet gekk hann um skólann um nokkurt skeið áður en hann fór inn á salerni. Þar mun hann hafa skipt um föt, klætt sig í föt í felulitum og tekið að minnsta kosti eitt vopn upp úr töskunni. Lögregluþjónar munu hafa verið fljótir á vettvang og sáu þeir manninn í skólanum. Þá mun hann hafa kastað frá sér reyksprengju og svipt sig lífi. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi í gær í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Maðurinn sjálfur er sá ellefti sem lést í árásinni en hann er talinn hafa svipt sig lífi þegar lögregluþjóna bar að garði, samkvæmt SVT. Talið er að hann hafi mögulega skotið í átt að lögregluþjónum fyrst en það er til rannsóknar. Ekki er búið að bera kennsl á alla þá sem dóu í árásinni enn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Sex særðust og tveir þeirra eru enn á gjörgæslu. Að öðru leyti er lítið vitað um fórnarlömb árásarinnar enn sem komið er. Hann hefur ekki verið nafngreindur af lögreglu en blaðamenn Aftonbladet hafa eftir ættingjum árásarmannsins að hann hafi verið mikill einfari og hafi staðið illa félagslega. Hann hafði aldrei verið dæmdur fyrir glæpi og var ekki þekktur af lögreglu. Hann var með skotvopnaleyfi og er sagður hafa notað hálfsjálfvirka byssu sem hann átti löglega til árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa falið byssu sína í gítartösku, eða svipaðri tösku, þegar hann fór inn í skólann. Samkvæmt heimildum Aftonbladet gekk hann um skólann um nokkurt skeið áður en hann fór inn á salerni. Þar mun hann hafa skipt um föt, klætt sig í föt í felulitum og tekið að minnsta kosti eitt vopn upp úr töskunni. Lögregluþjónar munu hafa verið fljótir á vettvang og sáu þeir manninn í skólanum. Þá mun hann hafa kastað frá sér reyksprengju og svipt sig lífi.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16
Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. 4. febrúar 2025 18:21