Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2025 21:00 Kennarar heyja nú baráttu sem varðar okkur öll, en samfélagið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Íslenskt menntakerfi stendur á krossgötum, þar sem kennarar eru þvingaðir til verkfalla í leit að réttlátum kjörum á sama tíma og áhrifamiklir einstaklingar og foreldrar draga stöðu þeirra í efa opinberlega. Þetta er hættuleg þróun sem setur framtíð menntunar í landinu í stórhættu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að menntakerfi blómstra þar sem kennarar njóta virðingar og viðurkenningar fyrir störf sín. Varkey Foundation’s Global Teacher Status Index (GTSI) sýndi að lönd þar sem kennarar njóta meiri félagslegrar virðingar, eins og Kína og Finnland, skila betri námsárangri í alþjóðlegum könnunum eins og PISA. TALIS-könnun OECD styður þetta enn frekar og sýnir að þegar kennarar eru virtir í samfélaginu eru þeir líklegri til að beita nýjungum í kennslu, halda í hæfileikaríka starfskrafta og hafa jákvæð áhrif á nemendur. Þegar kennarar upplifa sig vanmetna og þurfa stöðugt að berjast fyrir grundvallarréttindum sínum, hefur það neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra og áhuga þeirra á að vera áfram í starfi. Þetta veldur kennaraskorti, minni stöðugleika í skólakerfinu og minnkandi námsárangri nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að sterk tengsl milli kennara og nemenda skipta sköpum fyrir námsárangur, en slíkt verður erfitt þegar kennarar missa trú á starfinu sínu og stöðugleika menntakerfisins. Áhrif á nemendur og menntakerfið Áhrif þessa á íslenska nemendur eru óumflýjanleg. Skýrsla UNESCO frá 2021 bendir á að slæmar vinnuaðstæður og skortur á faglegri viðurkenningu stuðli að fækkun í kennarastéttinni. Þegar kennarar upplifa sig vanmetna og þurfa stöðugt að berjast fyrir grundvallarréttindum sínum, hefur það neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra og áhuga þeirra á að vera áfram í starfi. Þetta veldur kennaraskorti, minni stöðugleika í skólakerfinu og minnkandi námsárangri nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að sterk tengsl milli kennara og nemenda skipta sköpum fyrir námsárangur, en slíkt verður erfitt þegar kennarar missa trú á starfinu sínu og stöðugleika menntakerfisins. Að byggja upp virðingu fyrir kennurum Sérfræðingar benda á nokkrar lykilaðgerðir sem geta aukið stöðu kennara og styrkt menntakerfi: Samkeppnishæf laun og fríðindi – Að tryggja sanngjörn laun og kjör eykur starfsánægju og heldur hæfum kennurum í starfi. Tækifæri til faglegrar þróunar – Símenntun og þjálfun eykur hæfni og eflir virðingu fyrir kennarastarfinu. Opinber viðurkenning – Að draga fram framlag kennara í fjölmiðlum og verðlauna þá getur breytt almenningsáliti. Valdefling kennara í stefnumótun – Að leyfa kennurum að taka þátt í ákvarðanatöku skilar betri stefnumótun í menntakerfinu. Minnkun skrifræðis – Að minnka óþarfa skrifræðisvinnu og leyfa kennurum að einbeita sér að kennslu eykur gæði námsins. Ljóst er að á síðustu áratugum, eða tveimur, hefur okkur gersamlega mistekist að ná fram þó það væri ekki nema helming af þessum punktum. Í raun hefur stefna og opinber umræða farið þvert gegn þeim flestum. Það er því ekki að undra að námsárangur nemenda hafi farið þá leið sem raun ber vitni. Gröfum ekki frekar undan menntakerfinu Á næstu dögum og vikum munum við eflaust sjá, ef áframhaldandi verkfallsaðgerða verður þörf, áhrifamikla einstaklinga og jafnvel foreldra koma fram og tala niður þær aðgerðir sem kennarar eru neyddir út í eftir nánast áratug af sviknum loforðum. Ég held þó í þá von að samfélagið sjái að sér og taki afstöðu MEÐ framtíð menntakerfisins. Því þegar samfélagið dregur úr virðingu fyrir kennurum veikist allt menntakerfið. Í stað þess að hlusta á kennara og tryggja þeim kjör sem endurspegla mikilvægi þeirra fyrir framtíð landsins, er þeim haldið í baráttu sem ætti ekki að þurfa að eiga sér stað eða þeir kúgaðir inn í skólastofuna aftur án árangurs í sinni baráttu. Ef við höldum áfram á þessari braut, að tala niður til kennara og þeirra baráttu, er framtíð íslenskrar menntunar í hættu. Kennaraskortur mun aukast, menntunargæði munu rýrna og unga fólkið, sem á að vera burðarás samfélagsins í framtíðinni, verður af bestu mögulegu menntuninni. Við getum ekki leyft því að gerist. Nú er tíminn til að sýna kennurum þá virðingu sem þeir eiga skilið og tryggja að íslenskt menntakerfi haldist sterkt til framtíðar. Höfundur er einn af stofnendum Evolytes stærðfræðinámskerfisins og fyrrum formaður stýrihóps um námsgögn hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarar heyja nú baráttu sem varðar okkur öll, en samfélagið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Íslenskt menntakerfi stendur á krossgötum, þar sem kennarar eru þvingaðir til verkfalla í leit að réttlátum kjörum á sama tíma og áhrifamiklir einstaklingar og foreldrar draga stöðu þeirra í efa opinberlega. Þetta er hættuleg þróun sem setur framtíð menntunar í landinu í stórhættu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að menntakerfi blómstra þar sem kennarar njóta virðingar og viðurkenningar fyrir störf sín. Varkey Foundation’s Global Teacher Status Index (GTSI) sýndi að lönd þar sem kennarar njóta meiri félagslegrar virðingar, eins og Kína og Finnland, skila betri námsárangri í alþjóðlegum könnunum eins og PISA. TALIS-könnun OECD styður þetta enn frekar og sýnir að þegar kennarar eru virtir í samfélaginu eru þeir líklegri til að beita nýjungum í kennslu, halda í hæfileikaríka starfskrafta og hafa jákvæð áhrif á nemendur. Þegar kennarar upplifa sig vanmetna og þurfa stöðugt að berjast fyrir grundvallarréttindum sínum, hefur það neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra og áhuga þeirra á að vera áfram í starfi. Þetta veldur kennaraskorti, minni stöðugleika í skólakerfinu og minnkandi námsárangri nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að sterk tengsl milli kennara og nemenda skipta sköpum fyrir námsárangur, en slíkt verður erfitt þegar kennarar missa trú á starfinu sínu og stöðugleika menntakerfisins. Áhrif á nemendur og menntakerfið Áhrif þessa á íslenska nemendur eru óumflýjanleg. Skýrsla UNESCO frá 2021 bendir á að slæmar vinnuaðstæður og skortur á faglegri viðurkenningu stuðli að fækkun í kennarastéttinni. Þegar kennarar upplifa sig vanmetna og þurfa stöðugt að berjast fyrir grundvallarréttindum sínum, hefur það neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra og áhuga þeirra á að vera áfram í starfi. Þetta veldur kennaraskorti, minni stöðugleika í skólakerfinu og minnkandi námsárangri nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að sterk tengsl milli kennara og nemenda skipta sköpum fyrir námsárangur, en slíkt verður erfitt þegar kennarar missa trú á starfinu sínu og stöðugleika menntakerfisins. Að byggja upp virðingu fyrir kennurum Sérfræðingar benda á nokkrar lykilaðgerðir sem geta aukið stöðu kennara og styrkt menntakerfi: Samkeppnishæf laun og fríðindi – Að tryggja sanngjörn laun og kjör eykur starfsánægju og heldur hæfum kennurum í starfi. Tækifæri til faglegrar þróunar – Símenntun og þjálfun eykur hæfni og eflir virðingu fyrir kennarastarfinu. Opinber viðurkenning – Að draga fram framlag kennara í fjölmiðlum og verðlauna þá getur breytt almenningsáliti. Valdefling kennara í stefnumótun – Að leyfa kennurum að taka þátt í ákvarðanatöku skilar betri stefnumótun í menntakerfinu. Minnkun skrifræðis – Að minnka óþarfa skrifræðisvinnu og leyfa kennurum að einbeita sér að kennslu eykur gæði námsins. Ljóst er að á síðustu áratugum, eða tveimur, hefur okkur gersamlega mistekist að ná fram þó það væri ekki nema helming af þessum punktum. Í raun hefur stefna og opinber umræða farið þvert gegn þeim flestum. Það er því ekki að undra að námsárangur nemenda hafi farið þá leið sem raun ber vitni. Gröfum ekki frekar undan menntakerfinu Á næstu dögum og vikum munum við eflaust sjá, ef áframhaldandi verkfallsaðgerða verður þörf, áhrifamikla einstaklinga og jafnvel foreldra koma fram og tala niður þær aðgerðir sem kennarar eru neyddir út í eftir nánast áratug af sviknum loforðum. Ég held þó í þá von að samfélagið sjái að sér og taki afstöðu MEÐ framtíð menntakerfisins. Því þegar samfélagið dregur úr virðingu fyrir kennurum veikist allt menntakerfið. Í stað þess að hlusta á kennara og tryggja þeim kjör sem endurspegla mikilvægi þeirra fyrir framtíð landsins, er þeim haldið í baráttu sem ætti ekki að þurfa að eiga sér stað eða þeir kúgaðir inn í skólastofuna aftur án árangurs í sinni baráttu. Ef við höldum áfram á þessari braut, að tala niður til kennara og þeirra baráttu, er framtíð íslenskrar menntunar í hættu. Kennaraskortur mun aukast, menntunargæði munu rýrna og unga fólkið, sem á að vera burðarás samfélagsins í framtíðinni, verður af bestu mögulegu menntuninni. Við getum ekki leyft því að gerist. Nú er tíminn til að sýna kennurum þá virðingu sem þeir eiga skilið og tryggja að íslenskt menntakerfi haldist sterkt til framtíðar. Höfundur er einn af stofnendum Evolytes stærðfræðinámskerfisins og fyrrum formaður stýrihóps um námsgögn hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun