Íslenski boltinn

Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Kati­e

Aron Guðmundsson skrifar
Kristján Guðmundsson, einn þjálfara Vals tjáir sig um frétt dagsins, þá að Katie Cousins leiki ekki með Val á næsta tímabili.
Kristján Guðmundsson, einn þjálfara Vals tjáir sig um frétt dagsins, þá að Katie Cousins leiki ekki með Val á næsta tímabili. Vísir/Samsett mynd

Þjálfarar kvenna­liðs Vals í fót­bolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Kati­e Cousins einn allra besta leik­mann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili. Samningar náðust ekki milli Vals og Kati­e sem er á leið í Þrótt Reykja­vík.

„Samningur Kati­e rann út í haust þegar að tíma­bilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi sam­skipti milli Vals og um­boðs­mannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki sam­komu­lag um nýjan samning,“ segir Kristján Guð­munds­son, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals.

„Auðvitað er þetta einn besti leik­maður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leik­mönnum en ein­hvern veginn þróaðist þetta sam­tal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tíma­bili.“

Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Kati­e hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykja­víkur sem gildir til næstu tveggja ára.

Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild?

„Þetta er bara eins og gengur og gerist í fót­boltanum. Leik­menn skipta um lið og hafa sínar for­sendur fyrir því líkt og félögin gagn­vart þeim leik­mönnum sem þau semja við. Kvenna­boltinn er að nálgast svolítið annað um­hverfi.“

Kati­e enn allra besti leik­maður Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili horfin á braut.

Það er stórt skarð að fylla?

„Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í ein­hverja mánuði. Það er ekki eins og við séum ein­hvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endan­lega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma.

Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Kati­e. Við vitum þó ekki nákvæm­lega hvernig sam­skiptin voru, það er bara milli stjórnar og full­trúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagn­vart leik­manna­hópnum og annað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×