Tekur Pavel við Keflavík? Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 13:31 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til Íslandsmeistaratitils á þarsíðustu leiktíð. vísir/Diego Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina. Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær sagði Pétur upp störfum en Keflvíkingar hafa átt í vandræðum á leiktíðinni. Liðið vann hins vegar bikarmeistaratitilinn undir hans stjórn á síðustu leiktíð og tapaði í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar hafa lagt mikið í liðið í vetur og bættust tveir nýir leikmenn við fyrir lok félagsskiptagluggans á föstudaginn var. Nigel Pruitt kom skömmu fyrir síðasta leik við KR og þreytti frumraun sína í tapi í Vesturbænum og þá samdi Calum Lawson, sem varð Íslandsmeistari með bæði Val og Þór Þorlákshöfn, einnig við liðið. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavíkurliðinu eins og sakir standa en vera kann að einhverjir verði látnir taka poka sinn fyrir vikulok. En hver á að taka við þessu frambærilega liði? Nokkrir kostir eru í stöðunni. Samkvæmt heimildum Vísis er Pavel Ermolinskij efstur á blaði en hann gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í hitteðfyrra. Ekki hefur náðst í Pavel í dag en hann hefur starfað sem sérfræðingur Körfuboltakvölds í haust eftir að hafa sagt upp hjá Stólunum á miðri síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij hefur 'gazað' ásamt Helga Má Magnússyni á Stöð 2 Sport í haust.Stöð 2 Sport Magnús Þór, sem stýrir Keflavíkurliðinu á fimmtudag, kemur einnig til greina líkt og Kristján Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, staðfesti við Vísi í dag. Kristján Helgi vildi ekki staðfesta fleiri nöfn sem væru á blaði en samkvæmt heimildum Vísis gæti Sigurður Ingimundarson einnig verið klár í bátana. Sigurður tók nýverið við kvennaliði félagsins og gæti verið opinn fyrir því að stýra báðum liðum til loka tímabils. Mate Dalmay, fyrrum þjálfari Hauka, er einnig á lausu og þá hefur nafni Teits Örlygssonar verið kastað fram en ólíklegt þykir að Njarðvíkingurinn Teitur sé opinn fyrir því að taka við erkifjendunum. Þeir Pavel, Magnús og Mate eru líklegastir til að taka við. Hvað sem verður er þjálfaraleit Keflvíkinga í það minnsta komin á fullt. Og það skömmu eftir álíka leit hjá kvennaliði félagsins. Líkt og segir að ofan tók Sigurður Ingimundarson við kvennaliðinu, af Friðriki Inga Rúnarssyni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira