„Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 15:00 Luka Doncic er allt í einu orðinn leikmaður Los Angeles Lakers, eftir tíðindin ótrúlegu um helgina. Getty/Joshua Gateley Aðalmálið í Lögmálum leiksins í dag er að sjálfsögðu risaskiptin á milli Dallas Mavericks og LA lakers, á þeim Luka Doncic og Anthony Davis, og eru sérfræðingarnir ekki alveg sammála um hversu galin þau séu. „Þetta er svo ævintýralegt sjokk,“ segir Leifur Steinn Árnason, einn af sérfræðingunum í Lögmálum leiksins og telur að málið hljóti hreinlega að kalla á eigendafund í NBA-deildinni þar sem þessi viðskipti verði stöðvuð. „Ef að David Stern væri ennþá framkvæmdastjóri NBA þá myndi hann bara hringja og segja: „Þetta trade verður ekki samþykkt. Bless.“ Þetta hlýtur bara að kalla á eigendafund. NBA 2K samþykkir ekki þetta trade því þeir segja bara: „Þið eruð ekki að fá nógu mikið fyrir Luka“. Stuðningsmenn liðanna í NBA… hverjir fagna núna? Það eru Lakers. Og hverjir gráta? Dallas og Boston. Það vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas. Boston-stuðningsmenn eru bara grátandi,“ segir Leifur og fullyrðir að nú verði Lakers einfaldlega meistarar í sumar. Því mótmæltu hinir sérfræðingarnir strax. Lögmál leiksins eru á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Hart deilt um risaskiptin „Lakers verða ekki meistarar [í ár] en þeir verða, með Luka á næstu tíu árum, nokkrum sinnum meistarar,“ sagði Maté Dalmay en finnst Leifur ganga fulllangt: Súperstjarna fyrir súperstjörnu? „Hann segir að deildin þurfi að stoppa þetta. Það er vika síðan þú sagðir að Anthony Davis væri einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar!“ Leifur vildi nú leiðrétta það og benti á að hann hefði aðeins sagt að Davis og LeBron James væru tveir af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar. „En þá þarf ekki að stoppa þetta. Þetta er súperstjarna fyrir súperstjörnu,“ segir Maté. „Nei, nei, nei. Luka er ein af súperstjörnum NBA, Anthony Davis er það ekki. Luka er alþjóðleg súperstjarna, næstbesti leikmaður í heiminum, hefur leitt lið til lokaúrslita í NBA, og verið í fimm af fyrstu sex árum sínum í NBA í „All NBA first team“,“ segir Leifur en hluta af umræðunum má sjá í klippunni hér að ofan. Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í Lögmálum leiksins í kvöld, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20. NBA Tengdar fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02 Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23 Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira
„Þetta er svo ævintýralegt sjokk,“ segir Leifur Steinn Árnason, einn af sérfræðingunum í Lögmálum leiksins og telur að málið hljóti hreinlega að kalla á eigendafund í NBA-deildinni þar sem þessi viðskipti verði stöðvuð. „Ef að David Stern væri ennþá framkvæmdastjóri NBA þá myndi hann bara hringja og segja: „Þetta trade verður ekki samþykkt. Bless.“ Þetta hlýtur bara að kalla á eigendafund. NBA 2K samþykkir ekki þetta trade því þeir segja bara: „Þið eruð ekki að fá nógu mikið fyrir Luka“. Stuðningsmenn liðanna í NBA… hverjir fagna núna? Það eru Lakers. Og hverjir gráta? Dallas og Boston. Það vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas. Boston-stuðningsmenn eru bara grátandi,“ segir Leifur og fullyrðir að nú verði Lakers einfaldlega meistarar í sumar. Því mótmæltu hinir sérfræðingarnir strax. Lögmál leiksins eru á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20 í kvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Hart deilt um risaskiptin „Lakers verða ekki meistarar [í ár] en þeir verða, með Luka á næstu tíu árum, nokkrum sinnum meistarar,“ sagði Maté Dalmay en finnst Leifur ganga fulllangt: Súperstjarna fyrir súperstjörnu? „Hann segir að deildin þurfi að stoppa þetta. Það er vika síðan þú sagðir að Anthony Davis væri einn af fimm bestu leikmönnum deildarinnar!“ Leifur vildi nú leiðrétta það og benti á að hann hefði aðeins sagt að Davis og LeBron James væru tveir af fimmtán bestu leikmönnum deildarinnar. „En þá þarf ekki að stoppa þetta. Þetta er súperstjarna fyrir súperstjörnu,“ segir Maté. „Nei, nei, nei. Luka er ein af súperstjörnum NBA, Anthony Davis er það ekki. Luka er alþjóðleg súperstjarna, næstbesti leikmaður í heiminum, hefur leitt lið til lokaúrslita í NBA, og verið í fimm af fyrstu sex árum sínum í NBA í „All NBA first team“,“ segir Leifur en hluta af umræðunum má sjá í klippunni hér að ofan. Þetta er aðeins brot af því sem fram kemur í Lögmálum leiksins í kvöld, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.
NBA Tengdar fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02 Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23 Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira
Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. 3. febrúar 2025 09:02
Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. 2. febrúar 2025 10:23
Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. 2. febrúar 2025 07:28