Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 14:32 Úr viðtali Eddu Andrésdóttur við Víking Heiðar sem tekið var upp í Hörpu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á. Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær. Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira
Það féll í skaut Wayne Brady, leikara sem Íslendingar kannast eflaust flestir við úr spunaþáttunum Whose Line is it Anyway, að kunngjöra sigur Víkings Heiðars Ólafssonar í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi. Víkingur hreppti verðlaunin fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. „Þetta er bara stórkostlegt. Óvænt og skemmtilegt og bara ótrúlegur heiður. Ég er smá orðlaus,“ segir Víkingur í samtali við fréttastofu. Hann er staddur í Berlín á tónleikaferðalagi og var því ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. „Ég var alveg búinn að ákveða að ég væri ekki að fara að vinna þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur, ég hugsaði með mér að ég tæki þetta bara seinna. Þarna væru fjórar aðrar frábærar plötur tilnefndar, tuttugu prósent líkur. Ég var búinn að réttlæta fyrir mér að það væri allt í lagi að ég ynni ekki og var búinn að undirbúa tapræðu til að flytja í matarboðinu sem ég var í,“ segir Víkingur. „En svo bara vann ég!“ Nánar verður rætt við Víking í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Víkingur er áttundi Íslendingurinn sem vinnur til Grammy-verðlauna. Samlandar sem komist hafa á pall eru meðal annars Laufey Lín Jónsdóttir sem fór heim með styttu í fyrra og Hildur Guðnadóttir, sem var verðlaunuð tvö ár í röð, 2020 og 2021. Beyoncé hafði loksins sigur En þá að sigurvegurum gærkvöldsins sem ekki hafa íslenskt ríkisfang. Kendrick Lamar vann Grammy fyrir lag ársins, Not Like Us, svokallað „disslag“ tileinkað rapparanum Drake. Og viðstaddir sungu hástöfum með þegar lagið var spilað, sem gerðist nokkrum sinnum á athöfninni í nótt. Beyoncé hlaut svo aðalverðlaun kvöldsins, plata hennar Cowboy Carter var valin plata ársins. Beyoncé sagðist full þakklætis þegar hún veitti verðlaununum viðtöku og að hún hefði beðið þessarar stundar í mörg ár. Beyoncé hefur fjórum sinnum áður verið tilnefnd fyrir plötu ársins en aldrei unnið. Tónlistarakademían sem heldur utan um Grammy-verðlaunin hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa beinlínis hlunnfarið Beyoncé um verðlaunin í gegnum tíðina og miðað við viðbrögð viðstaddra, sem margir táruðust undir þakkarræðu hennar, er sigurinn löngu tímabær.
Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tónlist Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04 Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15 Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3. febrúar 2025 12:04
Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. 3. febrúar 2025 07:15
Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. 3. febrúar 2025 06:45