Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Valur Páll Eiríksson skrifar 3. febrúar 2025 10:01 Alf Inge Haaland var ekki skemmt eftir 5-1 tap sonar hans og félaga í Manchester City. James Gill - Danehouse/Getty Images Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir Erlings, framherja liðsins, var ekki parsáttur eftir tap liðsins fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á City á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Haaland yngri jafnaði leikinn fyrir City í síðari hálfleik áður en Arsenal skoraði fjögur mörk. Töluverð áfergja einkenndi leikinn og skot á milli manna. Enda andað köldu milli liðanna síðustu misseri. Upp úr sauð þegar liðin áttust við fyrr á leiktíðinni en þá jafnaði Manchester City seint í uppbótartíma. Í kjölfarið kom til orðaskaks og handalögmála milli leikmanna liðanna og frægt að Erling Haaland sagði Mikel Arteta, þjálfara Arsenal, að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt (e. be humble). Arsenal svaraði í gær en lag Kendricks Lamar, Humble, hljómaði í hljóðkerfinu eftir lokaflautið, sem var augljóslega vísun í móðgun Haalands nokkrum mánuðum fyrr. Leikmenn Arsenal fögnuðu vel í leikslok en þau fagnaðarlæti fóru eitthvað illa í Haaland eldri. Hann birti mynd af fögnuði Arsenal á samfélagsmiðlinum X eftir leik í gær og skrifaði við, hæðnislega: „Þetta lið sem vinnur allt. Ehhhh, not.“ «This Team» that wins everything. Ehhhhh, not. 🩵 https://t.co/B81Ais3J6a— Alfie Haaland (@alfiehaaland) February 2, 2025 Haaland sendir þar með keimlík skilaboð og sonur hans gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og bendir á að Arsenal hafi, þrátt fyrir góðan árangur síðustu misseri, ekki unnið neitt af viti. Arsenal hefur unnið FA-bikarinn einu sinni, árið 2020, og Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023 í tæplega sex ára stjóratíð Mikels Arteta. Á sama tíma hefur Manchester City unnið fjóra Englandsmeistaratitla í röð, auk þess að vinna enska bikarinn, Samfélagsskjöldinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á árunum sex. Manchester City hefur hins vegar verið í sögulegri lægð á yfirstandandi tímabili. Liðið er með 41 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapað sjö leikjum af 24. City komst þá naumlega áfram í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Club Brugge í lokaumferð deildarkeppninnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Arsenal vann öruggan 5-1 sigur á City á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær. Haaland yngri jafnaði leikinn fyrir City í síðari hálfleik áður en Arsenal skoraði fjögur mörk. Töluverð áfergja einkenndi leikinn og skot á milli manna. Enda andað köldu milli liðanna síðustu misseri. Upp úr sauð þegar liðin áttust við fyrr á leiktíðinni en þá jafnaði Manchester City seint í uppbótartíma. Í kjölfarið kom til orðaskaks og handalögmála milli leikmanna liðanna og frægt að Erling Haaland sagði Mikel Arteta, þjálfara Arsenal, að halda sig á mottunni og sýna auðmýkt (e. be humble). Arsenal svaraði í gær en lag Kendricks Lamar, Humble, hljómaði í hljóðkerfinu eftir lokaflautið, sem var augljóslega vísun í móðgun Haalands nokkrum mánuðum fyrr. Leikmenn Arsenal fögnuðu vel í leikslok en þau fagnaðarlæti fóru eitthvað illa í Haaland eldri. Hann birti mynd af fögnuði Arsenal á samfélagsmiðlinum X eftir leik í gær og skrifaði við, hæðnislega: „Þetta lið sem vinnur allt. Ehhhh, not.“ «This Team» that wins everything. Ehhhhh, not. 🩵 https://t.co/B81Ais3J6a— Alfie Haaland (@alfiehaaland) February 2, 2025 Haaland sendir þar með keimlík skilaboð og sonur hans gerði fyrir nokkrum mánuðum síðan og bendir á að Arsenal hafi, þrátt fyrir góðan árangur síðustu misseri, ekki unnið neitt af viti. Arsenal hefur unnið FA-bikarinn einu sinni, árið 2020, og Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023 í tæplega sex ára stjóratíð Mikels Arteta. Á sama tíma hefur Manchester City unnið fjóra Englandsmeistaratitla í röð, auk þess að vinna enska bikarinn, Samfélagsskjöldinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á árunum sex. Manchester City hefur hins vegar verið í sögulegri lægð á yfirstandandi tímabili. Liðið er með 41 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapað sjö leikjum af 24. City komst þá naumlega áfram í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Club Brugge í lokaumferð deildarkeppninnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira