Fótbolti

Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stjarnan/Álftanes vann öruggan sigur í úrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld.
Stjarnan/Álftanes vann öruggan sigur í úrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Stjarnan/Álftanes vann í kvöld öruggan 5-1 sigur gegn Víkingi í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu.

Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Álftaness hafði mikla yfirburði í leik kvöldsins, sem fram fór í Egilshöll. 

Stjarnan/Álftanes leiddi 4-1 í hálfleik og bætti einu marki við í seinni hálfleik til að gulltryggja sigurinn.

Stjarnan/Álftanes fagnaði því öruggum 5-1 sigri í úrslitum Reykjavíkurmótsins, en þar sem liðið lék sem gestalið eru Víkingar Reykjavíkurmeistarar.

Fréttin verður uppfærð með upplýsingum um markaskorara þegar þær berast...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×