„Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. febrúar 2025 19:32 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/ Jón Gautur Þór Þorlákshöfn vann Hauka með minnsta mun 99-100 á útivelli. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var fyrsti sigur Þórs á útivelli síðan 24. október. „Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sjá meira
„Við erum búnir að tapa með þremur stigum eða minna á móti Njarðvík, KR og ÍR. Það var sætt að vinna einn jafnan leik og við vorum búnir að tapa tveimur í röð og það var gott að vinna Hauka í Ólafssal og þetta er lið sem vann Tindastól á heimavelli,“ sagði Lárus ánægður með sigurinn. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem Haukar gerðu 37 stig í fyrsta leikhluta en aðeins 15 stig í öðrum leikhluta. „Það var meiri ákefð varnarlega. Við vorum að gefa ákveðnum leikmönnum skot sem voru að hitta. Ég held að þeir hafi verið með 75 prósent skotnýtingu eftir fyrsta leikhluta og við spiluðum betri vörn í öðrum leikhluta. Þriðji leikhluti var síðan góður fyrir utan síðustu tvær mínúturnar sem varð til þess að Haukar komust aftur inn í leikinn.“ Lárus fór yfir æsispennandi lokamínútu þar sem Þór hafði öllu að tapa að hans mati á meðan Haukar höfðu engu að tapa. „Þetta var naglbítur. Þeir voru komnir með blóð á tennurnar í fjórða leikhluta og þeir eru að reyna að bjarga sér frá falli og þetta er lið sem hefur engu að tapa og við höfðum öllu að tapa.“ „Við vorum orðnir stressaðir um það hvort við myndum ná að klára þetta eða ekki. Þeir voru að sækja sigurinn og höfðum engu að tapa. Þeim fannst þetta gaman, hjá okkur var þetta erfitt og svona eru bara íþróttir og það var meiri pressa á okkur í fjórða leikhluta.“ Nikolas Tomsick var hetja Þórs þar sem hann gerði sigurkörfuna ásamt því að gera 20 stig í fyrri hálfleik „Það voru margar stórar körfur í lokin. Mér fannst Mustapha Heron gera vel líka og hann setti fjögur stig þegar við þurftum á því að halda. Það var flott hjá Tomisck að klára þetta en Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik,“ sagði Lárus að lokum.
Þór Þorlákshöfn Bónus-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sjá meira