Veður

Stór­hríð og foktjón í vændum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Landið verður mestallt appelsínugult á morgun.
Landið verður mestallt appelsínugult á morgun. Veðurstofa Íslands

Landið verður að miklum hluta appelsínugult annað kvöld en viðvaranir ná til landsins alls. Fyrir vestan, norðan og austan eru appelsínugular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns.

Viðvaranirnar ná til allra landshluta einhvern part dagsins en á Vestfjörðum, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra er búist við stórhríð, miklu roki og lélegu skyggni. Á Austfjörðum geta vindhviðurnar náð yfir 40 metrum á sekúndu og varað er við hættulegum akstursskilyrðum.

Miklum vindi og úrkomu má búast við um allt landið og á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi frá klukkan 15 til 20. Þá er spáð vestanvindi 15-20 m/s og versnandi akstursskilyrðum.

Búist er við því að óveðrið vari fram á nótt og tekið er fram á heimasíðu Veðurstofunnar að það verði ekkert ferðaveður á mestöllu landinu. Varað er jafnframt við staðbundnu foktjóni víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×