Fótbolti

Botnliðið vann mikil­vægan sigur og Everton fór illa með Refina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Beto skoraði tvö fyrir Everton í dag.
Beto skoraði tvö fyrir Everton í dag. Visionhaus/Getty Images

Southampton, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, vann mikilvægan 2-1 útisigur gegn Ipswich í dag. Á sama tíma vann Everton 4-0 sigur gegn Leicester og Fulham gerði góða ferð til Newcastle.

Það var Joe Aribo sem kom Southampton yfir gegn Ipswich áður en Liam Delap jafnaði metin fyrir heimamenn. Gestirnir þurftu hins vegar lífsnauðsynlega á sigri að halda og Paul Onuachu tryggði liðinu dramatískan 2-1 sigur með marki á 87. mínútu og þar við sat.

Þrátt fyrir sigurinn situr Southampton enn á botni deildarinnar, nú með níu stig eftir 24 leiki, sjö stigum minna en Ipswich sem situr sæti ofar.

Þá voru það Abdoulaye Doucoure, Beto og Iliman Ndiaye sem sáu um marka skorun Everton er liðið vann 3-0 sigur gegn Leicester. Doucoure kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu áður en Beto bætti tveimur mörkum við í fyrri hálfleik. Ndiaye gerði svo endanlega út um leikinn seint í síðari hálfleik.

Að lokum vann Fulham 2-1 endurkomusigur gegn Newcastle þar sem Raul Jimenez og Rodrigo Muniz skoruðu mörk Fulham eftir að Jakob Murphy hafði komið Newcastle yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×