Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 16:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland sé á tánum gagnvart mögulegum ógnum. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn. Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Almannavarnir hafa unnið að gerð bæklings með leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig bregðast eigi við stóráfalli eða röskunum á innviðum, hvort sem heldur er af náttúrunnar eða manna völdum. Bæklingurinn er unnin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að bæklingurinn taki mið af ráðstöfunum Norðurlandanna sem hafa öll uppfært sínar viðbragðsáætlanir og skilaboð til almennings. Danir eru til að mynda hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Danska varnamálaráðuneytið setti einnig á laggirnar sérstakt áfallaráð síðasta sumar sem var falið að útbúa nýjar ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir neyðarástand. Unnið að því að efla áfallaþol Íslands Þorgerður Katrín segir verkefnið unnið í mikilli samvinnu þvert á ráðuneyti og að stefnt sé að því að ráðleggingunum nýju verði komið til landsmanna í vor. „Til hliðar við bæklinginn er utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri ásamt fullt af öðrum aðilum að vinna að verkefnum sem tengjast meðal annars að efla áfallaþolið,“ segir Þorgerður Katrín. Sú vinna taki mið af áfallaþolsviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Þau eru sjö og voru samþykkt af Norður-Atlantshafsráðinu á fundi sínum í Varsjá árið 2016. Viðmiðin fela í sér að tryggja stöðuga stjórnsýslu, orkuaðgengi, samgöngur og gnægð matar og drykkjar í tilfelli neyðarástands. Þar að auki kveða þau á um viðbúnaðaráætlanir við stórum áföllum, fjöldadauðsföllum eða ófyrirséðum fólksflutningum. Varnarmál verða fyrirferðarmeiri Þorgerður Katrín segir varnar- og öryggismál verða fyrirferðameiri málaflokkur á tímum sem þessum og ítrekar mikilvægi þess að Ísland sinni sínu hlutverki sem hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það sé mikilvægt að Ísland sé á tánum en að það sé engin ástæða til að vera hræddur. „Allir þessir aðilar, innan Evrópusambandsins, NATÓ og vestræn lýðræðisríki eru að efla sig, það er sama hvar maður ber niður. Samvinnan milli NATÓ og ESB er að dýpka. Það sjáum við í samskiptum við þessa aðila, líka þegar maður les fréttir. Það er ljóst að þessi bandalög eru að styrkja sig mjög markvisst þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég undirstrika: Við eigum ekki að vera hrædd en við eigum að vera viðbúin. Við eigum að fara í undirbúning og vera tilbúin ef eitthvað sem gerist sem við sjáum bara ekki fyrir,“ segir hún. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðju Vesturlanda Hún segir enga ástæðu til að mála skrattann á vegginn en að ábyrgð Íslands sé mikil, rétt eins og allra bandamanna okkar. „Ábyrgð okkar sem virkir þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu og meðal EFTA-ríkjanna er að vera tilbúin. Að vera sterkur og mikilvægur hlekkur í þessari öryggiskeðju sem vestræn lýðræðisríki eru að halda í og styrkja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira