Íslenski boltinn

Berg­lind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg er mætt aftur í grænt og strax farin að raða inn mörkum.
Berglind Björg er mætt aftur í grænt og strax farin að raða inn mörkum. Breiðablik

Breiðablikskonur byrjuðu vel í Lengjubikar kvenna í fótbolta en liðið vann 4-0 sigur á FH í fyrsta leik mótsins sem fór fram í Skessunni í Hafnarfirði í dag.

Blikar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þar voru að verki Birta Georgsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og fyrirliðinn Agla María Albertsdóttir.

Markið hennar Berglindar Bjargar var mjög glæsilegt en hún skoraði með fallegu skoti fyrir utan teig. Hún er nýkominn aftur í Breiðablik eftir að hafa spilað lengi í atvinnumennsku og svo með Val.

Berglind Björg var því fljót að byrja að skora í Blikabúningnum og hún fékk líka færin til að bæta við mörkum.

Herdís Halla Guðbjartsdóttir varði víti frá FH-ingnum Valgerði Ósk Valsdóttur í fyrri hálfleiknum.

Blikar skoruðu eitt mark í síðari hálfleik en það skoraði hin unga Edith Kristín Kristjánsdóttir en hún er aðeins sextán ára gömul.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Blikar tóku upp á leiknum fyrir samfélagsmiðla sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×