Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 09:02 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur upplifað erfiða daga síðan íslenska landsliðið lauk keppni á HM. Alltof snemma að margra mati en fimm sigrar í sex leikjum dugðu ekki. Vísir/Vilhelm Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni