„Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 19:02 Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins að Árskógum 7 fagnar því að hluti framkvæmda að Álfabakka hafi verið stöðvaðar og vonar að það sé aðeins fyrsti áfanginn. Borgin hefði átt að vera búin að því. Vísir/Einar Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur stöðvað framkvæmdir að hluta við Álfabakka 2. Forstjóri Haga segir það breyta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Talsmaður íbúa telur að borgin hafi getað brugðist fyrr við. Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdir og byggingu að Álfabakka 2. Í vikunni afhentu íbúar í Árskógum 7 sem stendur við húsið borgarstjóra undirskriftalista tæplega þrjú þúsund þar sem farið var fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Byggingafulltrúi skerst í leikinn Aftur urðu vendingar í málinu í dag þegar byggingafulltrúi Reykjavíkur stöðvaði framkvæmdir í þeim hluta hússins þar sem kjötvinnsla á að rísa. Í bréfi byggingafulltrúa segir að komið hafi í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þurfi betur grein fyrir rýminu fyrir kjötvinnsluna. Ekki liggi fyrir uplýsingar um hvort eigendur byggingarinnar hafi tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða kjötvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Veittur er sjö daga frestur fyrir skýringar. Breytir áætlunum Haga Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson forstjóri Haga sagði í samtali við fréttastofu að eðli málsins samkvæmt þá breyti þetta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Það komi í ljós með hvaða hætti. Gert sé ráð fyrir að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Vonar að þetta sé aðeins fyrsti áfanginn Formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö vonar að framkvæmdir verði alveg stöðvar. „Þetta er ákveðinn áfangi sem næst með því að stöðva framkvæmdirnar að hluta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé aðeins fyrsti áfangi í að stöðvar framkvæmdirnar alfarið. Mér finnst að það eigi að finna þessu húsi annan stað í iðnaðarhverfi,“ segir Kristján. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö telur að borgin hafi vitað af göllum og átt að stöðva framkvæmdir fyrr.Vísir/Einar Hann telur að borgin hefði átt að vita af göllunum og bregðast fyrr við. „Ég hef heyrt að samskipti milli borgarinnar og eigenda hússins hafi verið á þá leið að borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan. Það er gjörsamlega glórulaust af borgaryfirvöld að planta svona iðnaðarstarfsemi inn í miðja íbúðabyggð, það bara gerist ekki í þeim borgum sem við miðum okkur við,“ segir hann. Byggingin hafi mikil áhrif Kristján segir að byggingin hafi mikil áhrif á íbúa. „Sálfræðileg áhrif af svona byggingu er að fólk verður dapurt, jafnvel einangrast og finnur til þunglyndis. Ég upplifi það hjá sumum íbúum. Fólk er þunglynt út af þessu,“ segir hann. Hann segir í raun óskiljanlegt að húsið hafi risið með þessum hætti. „Þegar peningarnir eru annars vegar komast menn upp með ýmislegt,“ segir Kristján að lokum. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdir og byggingu að Álfabakka 2. Í vikunni afhentu íbúar í Árskógum 7 sem stendur við húsið borgarstjóra undirskriftalista tæplega þrjú þúsund þar sem farið var fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Byggingafulltrúi skerst í leikinn Aftur urðu vendingar í málinu í dag þegar byggingafulltrúi Reykjavíkur stöðvaði framkvæmdir í þeim hluta hússins þar sem kjötvinnsla á að rísa. Í bréfi byggingafulltrúa segir að komið hafi í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þurfi betur grein fyrir rýminu fyrir kjötvinnsluna. Ekki liggi fyrir uplýsingar um hvort eigendur byggingarinnar hafi tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða kjötvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Veittur er sjö daga frestur fyrir skýringar. Breytir áætlunum Haga Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson forstjóri Haga sagði í samtali við fréttastofu að eðli málsins samkvæmt þá breyti þetta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Það komi í ljós með hvaða hætti. Gert sé ráð fyrir að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Vonar að þetta sé aðeins fyrsti áfanginn Formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö vonar að framkvæmdir verði alveg stöðvar. „Þetta er ákveðinn áfangi sem næst með því að stöðva framkvæmdirnar að hluta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé aðeins fyrsti áfangi í að stöðvar framkvæmdirnar alfarið. Mér finnst að það eigi að finna þessu húsi annan stað í iðnaðarhverfi,“ segir Kristján. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö telur að borgin hafi vitað af göllum og átt að stöðva framkvæmdir fyrr.Vísir/Einar Hann telur að borgin hefði átt að vita af göllunum og bregðast fyrr við. „Ég hef heyrt að samskipti milli borgarinnar og eigenda hússins hafi verið á þá leið að borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan. Það er gjörsamlega glórulaust af borgaryfirvöld að planta svona iðnaðarstarfsemi inn í miðja íbúðabyggð, það bara gerist ekki í þeim borgum sem við miðum okkur við,“ segir hann. Byggingin hafi mikil áhrif Kristján segir að byggingin hafi mikil áhrif á íbúa. „Sálfræðileg áhrif af svona byggingu er að fólk verður dapurt, jafnvel einangrast og finnur til þunglyndis. Ég upplifi það hjá sumum íbúum. Fólk er þunglynt út af þessu,“ segir hann. Hann segir í raun óskiljanlegt að húsið hafi risið með þessum hætti. „Þegar peningarnir eru annars vegar komast menn upp með ýmislegt,“ segir Kristján að lokum.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira