„Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 19:02 Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins að Árskógum 7 fagnar því að hluti framkvæmda að Álfabakka hafi verið stöðvaðar og vonar að það sé aðeins fyrsti áfanginn. Borgin hefði átt að vera búin að því. Vísir/Einar Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur stöðvað framkvæmdir að hluta við Álfabakka 2. Forstjóri Haga segir það breyta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Talsmaður íbúa telur að borgin hafi getað brugðist fyrr við. Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdir og byggingu að Álfabakka 2. Í vikunni afhentu íbúar í Árskógum 7 sem stendur við húsið borgarstjóra undirskriftalista tæplega þrjú þúsund þar sem farið var fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Byggingafulltrúi skerst í leikinn Aftur urðu vendingar í málinu í dag þegar byggingafulltrúi Reykjavíkur stöðvaði framkvæmdir í þeim hluta hússins þar sem kjötvinnsla á að rísa. Í bréfi byggingafulltrúa segir að komið hafi í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þurfi betur grein fyrir rýminu fyrir kjötvinnsluna. Ekki liggi fyrir uplýsingar um hvort eigendur byggingarinnar hafi tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða kjötvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Veittur er sjö daga frestur fyrir skýringar. Breytir áætlunum Haga Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson forstjóri Haga sagði í samtali við fréttastofu að eðli málsins samkvæmt þá breyti þetta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Það komi í ljós með hvaða hætti. Gert sé ráð fyrir að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Vonar að þetta sé aðeins fyrsti áfanginn Formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö vonar að framkvæmdir verði alveg stöðvar. „Þetta er ákveðinn áfangi sem næst með því að stöðva framkvæmdirnar að hluta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé aðeins fyrsti áfangi í að stöðvar framkvæmdirnar alfarið. Mér finnst að það eigi að finna þessu húsi annan stað í iðnaðarhverfi,“ segir Kristján. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö telur að borgin hafi vitað af göllum og átt að stöðva framkvæmdir fyrr.Vísir/Einar Hann telur að borgin hefði átt að vita af göllunum og bregðast fyrr við. „Ég hef heyrt að samskipti milli borgarinnar og eigenda hússins hafi verið á þá leið að borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan. Það er gjörsamlega glórulaust af borgaryfirvöld að planta svona iðnaðarstarfsemi inn í miðja íbúðabyggð, það bara gerist ekki í þeim borgum sem við miðum okkur við,“ segir hann. Byggingin hafi mikil áhrif Kristján segir að byggingin hafi mikil áhrif á íbúa. „Sálfræðileg áhrif af svona byggingu er að fólk verður dapurt, jafnvel einangrast og finnur til þunglyndis. Ég upplifi það hjá sumum íbúum. Fólk er þunglynt út af þessu,“ segir hann. Hann segir í raun óskiljanlegt að húsið hafi risið með þessum hætti. „Þegar peningarnir eru annars vegar komast menn upp með ýmislegt,“ segir Kristján að lokum. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdir og byggingu að Álfabakka 2. Í vikunni afhentu íbúar í Árskógum 7 sem stendur við húsið borgarstjóra undirskriftalista tæplega þrjú þúsund þar sem farið var fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Byggingafulltrúi skerst í leikinn Aftur urðu vendingar í málinu í dag þegar byggingafulltrúi Reykjavíkur stöðvaði framkvæmdir í þeim hluta hússins þar sem kjötvinnsla á að rísa. Í bréfi byggingafulltrúa segir að komið hafi í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þurfi betur grein fyrir rýminu fyrir kjötvinnsluna. Ekki liggi fyrir uplýsingar um hvort eigendur byggingarinnar hafi tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða kjötvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Veittur er sjö daga frestur fyrir skýringar. Breytir áætlunum Haga Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson forstjóri Haga sagði í samtali við fréttastofu að eðli málsins samkvæmt þá breyti þetta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Það komi í ljós með hvaða hætti. Gert sé ráð fyrir að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Vonar að þetta sé aðeins fyrsti áfanginn Formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö vonar að framkvæmdir verði alveg stöðvar. „Þetta er ákveðinn áfangi sem næst með því að stöðva framkvæmdirnar að hluta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé aðeins fyrsti áfangi í að stöðvar framkvæmdirnar alfarið. Mér finnst að það eigi að finna þessu húsi annan stað í iðnaðarhverfi,“ segir Kristján. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö telur að borgin hafi vitað af göllum og átt að stöðva framkvæmdir fyrr.Vísir/Einar Hann telur að borgin hefði átt að vita af göllunum og bregðast fyrr við. „Ég hef heyrt að samskipti milli borgarinnar og eigenda hússins hafi verið á þá leið að borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan. Það er gjörsamlega glórulaust af borgaryfirvöld að planta svona iðnaðarstarfsemi inn í miðja íbúðabyggð, það bara gerist ekki í þeim borgum sem við miðum okkur við,“ segir hann. Byggingin hafi mikil áhrif Kristján segir að byggingin hafi mikil áhrif á íbúa. „Sálfræðileg áhrif af svona byggingu er að fólk verður dapurt, jafnvel einangrast og finnur til þunglyndis. Ég upplifi það hjá sumum íbúum. Fólk er þunglynt út af þessu,“ segir hann. Hann segir í raun óskiljanlegt að húsið hafi risið með þessum hætti. „Þegar peningarnir eru annars vegar komast menn upp með ýmislegt,“ segir Kristján að lokum.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira