Anný og Guðlaugur fengu húsið afhent þann 20. desember síðastliðinn og greiddu 200 milljónir fyrir.
Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1969 og teiknað af Kjartani Sveinssyni.

Húsið hefur verið mikið endurnýjað og er allt hið glæsilegasta.
Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í rúmgóðu rými með stórum gluggum. Þaðan er útgengt á timburverönd sem snýr í suðvestur. Eldhúsið er búið hvítri innréttingu með góðu skápa- og vinnuplássi, og náttúrustein á borðum. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Guðlaugur var áður í sambandi með Írisi Ósk Valþórsdóttur vörumerkjastjóra hjá Vaxa. Anný Rós var áður í sambandi með Gottskálki Gizurarsyni hjartalækni.
Guðlaugur hefur starfað hjá Eignamiðlun frá 2013 og sem fasteignasali frá árinu 2005. Anný Rós starfar hjá Húðlæknastöðinni.