Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 17:54 Bogi Nils er forstjóri Icelandair. Vísir/Ívar Fannar Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna. „Við náðum verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi í öllum einingum. Þróun einingatekna er að snúast við og náðum við að draga úr áhrifum ýmissa kostnaðarhækkana með áherslu á umbætur í rekstri. Rekstrarniðurstaða ársins í heild var í takt við afkomuspá sem við gáfum út í október síðastliðinn en við gerum ráð fyrir að sú jákvæða þróun sem við sáum í fjórða ársfjórðungi muni halda áfram á komandi mánuðum. Horfur fyrir árið 2025 eru góðar og bókunarstaðan nú er sterkari en á sama tíma í fyrra. Við áætlum að auka flugframboð um 8% á árinu, með áherslu á vöxt utan háannar sem gerir okkur kleift að nýta innviði betur og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri ferðamöguleika en nokkru sinni áður,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að einingatekjur á fjórðungnum jukust um 1,5 prósent aðallega vegna bættrar sætanýtingar og að einingakostnaður lækkaði um 3 prósent, vegna hagræðingar í rekstri og lægri eldsneytiskostnaðar. Þá kemur einnig fram að á fjórða ársfjórðungi hafi verið metfjöldi farþega og að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið 4,7 milljónir. Sem sé níu prósenta aukning frá árinu á undan. Tap ársins var 2,5 milljarður króna samanborið við 1,5 milljarðs króna hagnað í fyrra en áframhaldandi góð afkoma í leiguflugi og jákvæður viðsnúningur á fraktstarfsemi. Stundvísari í fyrra en árið áður Þá kemur fram að stundvísi batnaði töluvert eða um 5,6 prósentustig. Fyrsta Airbus vél í sögu félagsins var afhent í desember. „Á árinu 2024 náðum við góðum árangri í rekstri leiðakerfisins sem endurspeglaðist meðal annars í framúrskarandi stundvísi en félagið var útnefnt eitt af stundvísustu flugfélögum í Evrópu yfir sumarmánuðina. Við náðum jafnframt viðsnúningi í rekstri fraktstarfsemi okkar og leiguflugið hélt áfram að skila góðri afkomu,“ segir Bogi. Í tilkynningu kemur einnig fram að sterkt sjóðsstreymi frá rekstri 30,5 milljarðar á árinu, jókst um 828 milljónir króna og að lausafjárstaða var sterk í lok árs eða 48 milljarðar króna. EBIT afkoma árið 2025 er áætluð 5,5 til 8 milljarðar króna. „Til þess að bæta árangur og afkomu félagsins til lengri tíma, hófum við yfirgripsmikla umbreytingarvegferð snemma á árinu 2024. Í lok ársins höfðum við þegar ráðist í hagræðingarverkefni sem munu skila yfir 20 milljónum dala á ársgrundvelli. Við gerum ráð fyrir að vegferðin muni skila samtals 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok árs 2025 í kjölfar frekari umbóta á þessu ári,“ segir Bogi. Vefútsending 31. janúar 2025 Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2024 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 31. janúar 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews Fréttir af flugi Icelandair Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Við náðum verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi í öllum einingum. Þróun einingatekna er að snúast við og náðum við að draga úr áhrifum ýmissa kostnaðarhækkana með áherslu á umbætur í rekstri. Rekstrarniðurstaða ársins í heild var í takt við afkomuspá sem við gáfum út í október síðastliðinn en við gerum ráð fyrir að sú jákvæða þróun sem við sáum í fjórða ársfjórðungi muni halda áfram á komandi mánuðum. Horfur fyrir árið 2025 eru góðar og bókunarstaðan nú er sterkari en á sama tíma í fyrra. Við áætlum að auka flugframboð um 8% á árinu, með áherslu á vöxt utan háannar sem gerir okkur kleift að nýta innviði betur og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri ferðamöguleika en nokkru sinni áður,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að einingatekjur á fjórðungnum jukust um 1,5 prósent aðallega vegna bættrar sætanýtingar og að einingakostnaður lækkaði um 3 prósent, vegna hagræðingar í rekstri og lægri eldsneytiskostnaðar. Þá kemur einnig fram að á fjórða ársfjórðungi hafi verið metfjöldi farþega og að heildarfjöldi farþega á árinu hafi verið 4,7 milljónir. Sem sé níu prósenta aukning frá árinu á undan. Tap ársins var 2,5 milljarður króna samanborið við 1,5 milljarðs króna hagnað í fyrra en áframhaldandi góð afkoma í leiguflugi og jákvæður viðsnúningur á fraktstarfsemi. Stundvísari í fyrra en árið áður Þá kemur fram að stundvísi batnaði töluvert eða um 5,6 prósentustig. Fyrsta Airbus vél í sögu félagsins var afhent í desember. „Á árinu 2024 náðum við góðum árangri í rekstri leiðakerfisins sem endurspeglaðist meðal annars í framúrskarandi stundvísi en félagið var útnefnt eitt af stundvísustu flugfélögum í Evrópu yfir sumarmánuðina. Við náðum jafnframt viðsnúningi í rekstri fraktstarfsemi okkar og leiguflugið hélt áfram að skila góðri afkomu,“ segir Bogi. Í tilkynningu kemur einnig fram að sterkt sjóðsstreymi frá rekstri 30,5 milljarðar á árinu, jókst um 828 milljónir króna og að lausafjárstaða var sterk í lok árs eða 48 milljarðar króna. EBIT afkoma árið 2025 er áætluð 5,5 til 8 milljarðar króna. „Til þess að bæta árangur og afkomu félagsins til lengri tíma, hófum við yfirgripsmikla umbreytingarvegferð snemma á árinu 2024. Í lok ársins höfðum við þegar ráðist í hagræðingarverkefni sem munu skila yfir 20 milljónum dala á ársgrundvelli. Við gerum ráð fyrir að vegferðin muni skila samtals 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok árs 2025 í kjölfar frekari umbóta á þessu ári,“ segir Bogi. Vefútsending 31. janúar 2025 Kynning á uppgjöri 4. ársfjórðungs og ársins 2024 verður í beinu streymi á https://icelandairgroup.com. Streymið hefst kl. 8:30 föstudaginn 31. janúar 2025 þar sem Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ívar S. Kristinsson framkvæmdastjóri fjármála munu fara yfir uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn verður á ensku. Kynningin verður aðgengileg að fundi loknum á heimasíðu félagsins og undir fyrirtækjafréttum á heimasíðu Nasdaq Nordic: http://www.nasdaqomxnordic.com/news/companynews
Fréttir af flugi Icelandair Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent