Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 08:02 Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Kraftur stuðningsfélag „Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021. Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira