Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar 30. janúar 2025 12:01 Fyrir meira en 10 árum skrifaði ég meistararitgerð þar sem ég m.a. tók saman nýlegar rannsóknir á stöðu grunnskóla á Íslandi. Á þeim tíma blasti við hræðileg staða í grunnskólanum sem afar brýnt var að bregðast við, það var ekki gert. Í dag hefur vandinn sem ég lýsti ekki horfið og enn afar brýnt að taka á honum, það stendur bæði upp á forystu kennarasambandsins og Sveitarstjórnarstigið. Nú þarf að setjast niður og horfast í augu við vandann, ekki með afneitun, árásum og umkenningar heldur með vilja til að umbreyta skólakerfinu. Það er ekki aðeins deilur sveitarstjórnarmann og kennara sem málið snýst um heldur er það heilsa barnanna okkar í húfi. Álag á kennara og skólastarf hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Í stað þeirrar einsleitni sem lengi einkenndi íslenskt samfélag er kennara- og nemendahópurinn orðinn fjölbreyttari og einstaklingar úr ólíkum menningarheimum sitja nú hlið við hlið í sama skóla og tala jafnvel ólík tungumál. Upplýsinga- og samskiptatækni hefur í auknum mæli breytt hefðbundnu skólastarfi náms og kennslu og gerir nýjar kröfur til nemenda og starfsfólks. Afleiðingar breytts þjóðfélags birtist í flóknari samskiptum innan skólans, breytingum og auknum kröfum á skólasamfélagið hafa gert það að verkum að félagsleg vandamál eins og einelti eru í meira mæli til úrlausnar í grunnskólanum. Rannsóknir á einelti í kennarahópum hafa ekki verið gerðar á Íslandi en í könnun á einelti meðal ríkisstarfsmanna kom fram að rúmlega 10% ríkisstarfsmanna telja sig hafa orðið fyrir einelti í starfi á 12 mánaða tímabili. Þegar spurt var um aðstæður sem ýttu undir einelti töldu flestir að slæmur stjórnunarstíll væri sá þáttur sem hvað mest ýtti undir einelti (62%). Einnig kom fram í sömu könnun að 28% ríkisstarfsmanna telja að vinnuálag ýti undir einelti á vinnustaðnum (Fjármálaráðuneytið, 2008). Þegar starfsmenn voru spurðir um þætti í samskiptum sem stuðla að einelti nefndu þeir ýmsa andfélagslega þætti svo sem samkeppni og öfund. Þegar litið er til aðstæðna á vinnustaðnum sjálfum þá töldu ríkisstarfsmenn að óljós skilgreining verkefna, ómarkviss miðlun upplýsinga, ónæg endurgjöf, breytingar og óskýr markmið væru þættur sem auka einelti á vinnustöðum (Fjármálaráðuneytið, 2008). Íslenskar rannsóknir á tengslum aukins álags á kennara og árangurs eða líðanar nemenda hafa ekki verið gerðar. Erlendar rannsóknir benda til þess að álag á kennara hefur víðtæk áhrif á skólastarfið og leiðir m.a. til þess að þeir eru síður í stakk búnir til að mæta flóknum félagslegum vandamálum eins og einelti (Cemaloglu, 2007; Olweus, 2002; Roland og Sörensen Vaaland, 2001; Wei, Williams, Chen og Chang, 2010). Skólinn er í eðli sínu stofnun sem ekki getur búið við stöðugar aðstæður, því í breytilegu umhverfi er hann knúinn til að bregðast við. Þetta veldur því að samkeppni getur auðveldlega myndast um völd og hreyfanleiki milli starfsmanna og yfirmanna getur verið mikill. Afleiðingar þessa geta leitt til samkeppni um lausnir og útkomu í stað þess að leiðir séu metnar og íhugaðar í hverju einstöku tilviki (Ball, 1987). Í nýlegri könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara (2012) sem náði til allra starfandi grunnskólakennara á landinu kom í ljós að rúmlega 77% svarenda töldu álag í starfi hafa aukist frekar eða mjög mikið á síðustu fimm árum. Upplausn gilda og hefða innan samfélagsins hafa áhrif inn í skólann og gera það að verkum að nemendur og starfsfólk hafa ekki sama aðhald og áður af gildum samfélagsins. Upplifun margra kennara er að sá rammi og agi sem kennarar hafa haldið uppi á árum áður séu brostnir (Sólveig Karvelsdóttir, 2004). Aukið álag innan íslenskra grunnskóla er áhyggjuefni því rannsóknir hafa leitt í ljós að aukið álag veldur því að kennarar hafa ekki bolmagn til að veita öllum nemendum fullnægjandi kennslu eða úrlausn (Sólveig Karvelsdóttir, 2004). Afleiðingar aukins álags eru þær að margir kennarar upplifa meiri vanmátt og valdaleysi gagnvart starfi sínu og talsverður hluti kennara telur sig hafa misst tök á starfi sínu sem þeir höfðu áður (Sólveig Karvelsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir, 2010). Í umfjöllun um upplýsinga- og samskiptatækni í skólum kom fram að við notkun upplýsingartækni í skólum fylgir margvíslegt álag á kennara sem ekki var til staðar áður en ný tækni kom fram. Álagið tengdist í nokkrum mæli tæknilegum vandamálum og skorti á nauðsynlegum hugbúnaði. Einnig komu fram vandamál tengd ónógu úrval af heppilegu námsefni, ólíkri nálgun kynjanna og nýrri tegund aga vandamála og verkstjórnar sem kennarar þurftu að takast á við (Þuríður Jóhannsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir, 2004). Í kjölfar lagabreytinga 1976 taka grunnskólar á Íslandi við nemendum með sértæka námserfiðleika sem áður voru við nám í sérskólum. Íslenskar rannsóknir sýna að aukin fjölbreytni í nemendahópnum eykur álag á 35 kennara (Auður Kristinsdóttir, 2000; Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006; Sólveig Karvelsdóttir, 2004). Í rannsókn Auðar Kristinsdóttur (2000) kemur fram að sérkennarar telja starf sitt flóknara en áður, verkefnum hafi fjölgað og álag aukist. Telja þeir að aukið álag megi m.a. rekja til þess að fleiri nemendur glíma nú við hegðunar- og tilfinningalega örðugleika og að meiri kröfur væru almennt gerðar til skólans að bregðast við þeim. Í rannsókn Ingvars Sigurgeirssonar og Ingibjargar Kaldalóns (2006) kom fram að starfsfólk skóla telur að hegðun barna í grunnskólum hafi versnað undanfarin ár og er það mat starfsfólks að það þurfi í auknum mæli að takast á við erfið hegðunarvandamál sem það hefur í mörgum tilvikum hvorki kunnáttu né úrræði til að gera (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006). Hegðunarvandamál barna og börn með ýmiss konar sértæk námsvandamál eru ekki þau einu sem hafa gert það að verkum að nemendahópurinn er orðinn fjölbreyttari. Talsverður fjöldi barna af erlendum uppruna stundar nám í íslenskum grunnskólum. Árið 2011 voru 2417 nemendur í íslenskum grunnskólum með annað móðurmál en íslensku, en það er um 6% allra barna á grunnskólaaldri á Íslandi (Hagstofa Íslands, 2011). Ef litið er til hlutfallsins lætur nærri að eitt barn með annað móðurmál en íslensku sé nemandi í hverri einustu bekkjardeild á Íslandi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kemur fram að kennarar sem kenna blönduðum nemendahópum telja að starf sitt hafi tekið veruleikum breytingum síðustu ár og verði sífellt flóknara. Menningarleg fjölbreytni eykur álagið bæði á kennara og nemendur sem birtist m.a. í því að margir erlendir nemendur eiga í erfiðleikum með að tengjast íslenskum skólafélögum (Sólveig Karvelsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir, 2010). Eitt af þeim flóknu félagslegu vandamálum sem kennarar þurfa að glíma við er einelti meðal barna. Rannsóknir hafa sýnt að álag á kennara getur leitt til aukins eineltis í skólanum þar sem álagið dregur úr næmni kennara fyrir vísbendingum um einelti og minnkar getu þeirra til að bregðast við þeim (Cemaloglu, 2007). Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að tengsl eru milli árangurs af vinnu gegn einelti í grunnskólum og andlegs ástands kennara (Wei o.fl., 2010). Einelti er flókið og alvarlegt vandamál sem getur haft víðtækar afleiðingar á allt skólastarf (Olweus, 2002). Kennarar eru í lykilhlutverki til að bregðast við flóknum félagslegum vanda eins og einelti og hafa rannsóknir sýnt að tíðni eineltis í skólum má ekki aðeins rekja til hegðunar og viðhorfa nemenda heldur er einnig til viðhorfa kennara, til innra ástands kennarahópsins og þess hvernig skólastjórnendur taka á hegðunar- og agamálum (Roland og Sörensen Vaaland, 2001). Íslenskar rannsóknir á einelti í grunnskólum hafa sýnt fram á að kennarar taka baráttu gegn einelti alvarlega en eiga það til að vanmeta tíðni þess og umfang (Vanda Sigurgeirsdóttir og Sif Einarsdóttir, 2004). Þrátt fyrir að mikil vinna hafi verið lögð í baráttu gegn einelti í skólum á undanförnum árum bendir þverfagleg rannsókn á einelti frá 2012 til þess að þrátt fyrir mikla vitundarvakningu undanfarin ár sé fátt sem bendir til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Álag á kennara hefur bein áhrif á líða nemenda, skólinn á að vera börnum skjól og vörn og styðja þau í þroska og námi. Sú mynd sem ég dróg upp árið 2012 í meistararitgerðinni er ekki fögur og síðan þá hefur lítið verið gert. Það er ekki nóg að setja plástur á sárið við þurfum ítarlega umræðu um stöðu innan skólans og áhrif þeirra stöðu á börn, þar duga ekki umkenningar og upphrópanir – ef sú stefna heldur áfram í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga get ég líklega notað þessa grein aftur eftir 10 ár. Höfundur er kennari og fyrrverandi sveitarstjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir meira en 10 árum skrifaði ég meistararitgerð þar sem ég m.a. tók saman nýlegar rannsóknir á stöðu grunnskóla á Íslandi. Á þeim tíma blasti við hræðileg staða í grunnskólanum sem afar brýnt var að bregðast við, það var ekki gert. Í dag hefur vandinn sem ég lýsti ekki horfið og enn afar brýnt að taka á honum, það stendur bæði upp á forystu kennarasambandsins og Sveitarstjórnarstigið. Nú þarf að setjast niður og horfast í augu við vandann, ekki með afneitun, árásum og umkenningar heldur með vilja til að umbreyta skólakerfinu. Það er ekki aðeins deilur sveitarstjórnarmann og kennara sem málið snýst um heldur er það heilsa barnanna okkar í húfi. Álag á kennara og skólastarf hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Í stað þeirrar einsleitni sem lengi einkenndi íslenskt samfélag er kennara- og nemendahópurinn orðinn fjölbreyttari og einstaklingar úr ólíkum menningarheimum sitja nú hlið við hlið í sama skóla og tala jafnvel ólík tungumál. Upplýsinga- og samskiptatækni hefur í auknum mæli breytt hefðbundnu skólastarfi náms og kennslu og gerir nýjar kröfur til nemenda og starfsfólks. Afleiðingar breytts þjóðfélags birtist í flóknari samskiptum innan skólans, breytingum og auknum kröfum á skólasamfélagið hafa gert það að verkum að félagsleg vandamál eins og einelti eru í meira mæli til úrlausnar í grunnskólanum. Rannsóknir á einelti í kennarahópum hafa ekki verið gerðar á Íslandi en í könnun á einelti meðal ríkisstarfsmanna kom fram að rúmlega 10% ríkisstarfsmanna telja sig hafa orðið fyrir einelti í starfi á 12 mánaða tímabili. Þegar spurt var um aðstæður sem ýttu undir einelti töldu flestir að slæmur stjórnunarstíll væri sá þáttur sem hvað mest ýtti undir einelti (62%). Einnig kom fram í sömu könnun að 28% ríkisstarfsmanna telja að vinnuálag ýti undir einelti á vinnustaðnum (Fjármálaráðuneytið, 2008). Þegar starfsmenn voru spurðir um þætti í samskiptum sem stuðla að einelti nefndu þeir ýmsa andfélagslega þætti svo sem samkeppni og öfund. Þegar litið er til aðstæðna á vinnustaðnum sjálfum þá töldu ríkisstarfsmenn að óljós skilgreining verkefna, ómarkviss miðlun upplýsinga, ónæg endurgjöf, breytingar og óskýr markmið væru þættur sem auka einelti á vinnustöðum (Fjármálaráðuneytið, 2008). Íslenskar rannsóknir á tengslum aukins álags á kennara og árangurs eða líðanar nemenda hafa ekki verið gerðar. Erlendar rannsóknir benda til þess að álag á kennara hefur víðtæk áhrif á skólastarfið og leiðir m.a. til þess að þeir eru síður í stakk búnir til að mæta flóknum félagslegum vandamálum eins og einelti (Cemaloglu, 2007; Olweus, 2002; Roland og Sörensen Vaaland, 2001; Wei, Williams, Chen og Chang, 2010). Skólinn er í eðli sínu stofnun sem ekki getur búið við stöðugar aðstæður, því í breytilegu umhverfi er hann knúinn til að bregðast við. Þetta veldur því að samkeppni getur auðveldlega myndast um völd og hreyfanleiki milli starfsmanna og yfirmanna getur verið mikill. Afleiðingar þessa geta leitt til samkeppni um lausnir og útkomu í stað þess að leiðir séu metnar og íhugaðar í hverju einstöku tilviki (Ball, 1987). Í nýlegri könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara (2012) sem náði til allra starfandi grunnskólakennara á landinu kom í ljós að rúmlega 77% svarenda töldu álag í starfi hafa aukist frekar eða mjög mikið á síðustu fimm árum. Upplausn gilda og hefða innan samfélagsins hafa áhrif inn í skólann og gera það að verkum að nemendur og starfsfólk hafa ekki sama aðhald og áður af gildum samfélagsins. Upplifun margra kennara er að sá rammi og agi sem kennarar hafa haldið uppi á árum áður séu brostnir (Sólveig Karvelsdóttir, 2004). Aukið álag innan íslenskra grunnskóla er áhyggjuefni því rannsóknir hafa leitt í ljós að aukið álag veldur því að kennarar hafa ekki bolmagn til að veita öllum nemendum fullnægjandi kennslu eða úrlausn (Sólveig Karvelsdóttir, 2004). Afleiðingar aukins álags eru þær að margir kennarar upplifa meiri vanmátt og valdaleysi gagnvart starfi sínu og talsverður hluti kennara telur sig hafa misst tök á starfi sínu sem þeir höfðu áður (Sólveig Karvelsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir, 2010). Í umfjöllun um upplýsinga- og samskiptatækni í skólum kom fram að við notkun upplýsingartækni í skólum fylgir margvíslegt álag á kennara sem ekki var til staðar áður en ný tækni kom fram. Álagið tengdist í nokkrum mæli tæknilegum vandamálum og skorti á nauðsynlegum hugbúnaði. Einnig komu fram vandamál tengd ónógu úrval af heppilegu námsefni, ólíkri nálgun kynjanna og nýrri tegund aga vandamála og verkstjórnar sem kennarar þurftu að takast á við (Þuríður Jóhannsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir, 2004). Í kjölfar lagabreytinga 1976 taka grunnskólar á Íslandi við nemendum með sértæka námserfiðleika sem áður voru við nám í sérskólum. Íslenskar rannsóknir sýna að aukin fjölbreytni í nemendahópnum eykur álag á 35 kennara (Auður Kristinsdóttir, 2000; Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006; Sólveig Karvelsdóttir, 2004). Í rannsókn Auðar Kristinsdóttur (2000) kemur fram að sérkennarar telja starf sitt flóknara en áður, verkefnum hafi fjölgað og álag aukist. Telja þeir að aukið álag megi m.a. rekja til þess að fleiri nemendur glíma nú við hegðunar- og tilfinningalega örðugleika og að meiri kröfur væru almennt gerðar til skólans að bregðast við þeim. Í rannsókn Ingvars Sigurgeirssonar og Ingibjargar Kaldalóns (2006) kom fram að starfsfólk skóla telur að hegðun barna í grunnskólum hafi versnað undanfarin ár og er það mat starfsfólks að það þurfi í auknum mæli að takast á við erfið hegðunarvandamál sem það hefur í mörgum tilvikum hvorki kunnáttu né úrræði til að gera (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006). Hegðunarvandamál barna og börn með ýmiss konar sértæk námsvandamál eru ekki þau einu sem hafa gert það að verkum að nemendahópurinn er orðinn fjölbreyttari. Talsverður fjöldi barna af erlendum uppruna stundar nám í íslenskum grunnskólum. Árið 2011 voru 2417 nemendur í íslenskum grunnskólum með annað móðurmál en íslensku, en það er um 6% allra barna á grunnskólaaldri á Íslandi (Hagstofa Íslands, 2011). Ef litið er til hlutfallsins lætur nærri að eitt barn með annað móðurmál en íslensku sé nemandi í hverri einustu bekkjardeild á Íslandi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kemur fram að kennarar sem kenna blönduðum nemendahópum telja að starf sitt hafi tekið veruleikum breytingum síðustu ár og verði sífellt flóknara. Menningarleg fjölbreytni eykur álagið bæði á kennara og nemendur sem birtist m.a. í því að margir erlendir nemendur eiga í erfiðleikum með að tengjast íslenskum skólafélögum (Sólveig Karvelsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir, 2010). Eitt af þeim flóknu félagslegu vandamálum sem kennarar þurfa að glíma við er einelti meðal barna. Rannsóknir hafa sýnt að álag á kennara getur leitt til aukins eineltis í skólanum þar sem álagið dregur úr næmni kennara fyrir vísbendingum um einelti og minnkar getu þeirra til að bregðast við þeim (Cemaloglu, 2007). Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að tengsl eru milli árangurs af vinnu gegn einelti í grunnskólum og andlegs ástands kennara (Wei o.fl., 2010). Einelti er flókið og alvarlegt vandamál sem getur haft víðtækar afleiðingar á allt skólastarf (Olweus, 2002). Kennarar eru í lykilhlutverki til að bregðast við flóknum félagslegum vanda eins og einelti og hafa rannsóknir sýnt að tíðni eineltis í skólum má ekki aðeins rekja til hegðunar og viðhorfa nemenda heldur er einnig til viðhorfa kennara, til innra ástands kennarahópsins og þess hvernig skólastjórnendur taka á hegðunar- og agamálum (Roland og Sörensen Vaaland, 2001). Íslenskar rannsóknir á einelti í grunnskólum hafa sýnt fram á að kennarar taka baráttu gegn einelti alvarlega en eiga það til að vanmeta tíðni þess og umfang (Vanda Sigurgeirsdóttir og Sif Einarsdóttir, 2004). Þrátt fyrir að mikil vinna hafi verið lögð í baráttu gegn einelti í skólum á undanförnum árum bendir þverfagleg rannsókn á einelti frá 2012 til þess að þrátt fyrir mikla vitundarvakningu undanfarin ár sé fátt sem bendir til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Álag á kennara hefur bein áhrif á líða nemenda, skólinn á að vera börnum skjól og vörn og styðja þau í þroska og námi. Sú mynd sem ég dróg upp árið 2012 í meistararitgerðinni er ekki fögur og síðan þá hefur lítið verið gert. Það er ekki nóg að setja plástur á sárið við þurfum ítarlega umræðu um stöðu innan skólans og áhrif þeirra stöðu á börn, þar duga ekki umkenningar og upphrópanir – ef sú stefna heldur áfram í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga get ég líklega notað þessa grein aftur eftir 10 ár. Höfundur er kennari og fyrrverandi sveitarstjórnarkona.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar