Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 30. janúar 2025 11:15 Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps. Þar fylgir RÚV eftir umfjöllun sinni og annarra frá haustinu 2024 um skógræktarverkefni sem Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) vinnur að í samvinnu við landeigendur. Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur. YGG var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottaðar kolefniseiningar í bið í tengslum við kolefnisverkefni á árinu 2022 í gegnum íslenska kröfusettið Skógarkolefni, sem Skógræktin hannaði. Samt höfðu ýmsir aðrir aðilar verið að selja „kolefniseiningar“ áður en þessi áfangi náðist. Þá er YGG eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið vottun á verkefni sitt hjá hinum alþjóðlega viðurkennda aðila Gold Standard, en í desember 2024 fékk eitt verkefna okkar design vottun eftir gríðarlega lærdómsríkt og vandað þriggja ára ferli. Þetta verkefni hefur vakið töluverða athygli víða um heim og við erum stolt af þessari vinnu. YGG einbeitir sér að loftslagsverkefnum með landnýtingu. Það eru til aðrar leiðir, t.d. með verkefnum á hafi og með tæknilausnum, líkt og föngum úr andrúmslofti og niðurdælingu í jörðina. Dæmi um hið síðastnefnda er Carbfix sem flestir þekkja. YGG á ekkert land, heldur byggir alfarið á samstarfi við landeigendur. Áherslur landeigenda geta verið margvíslegar, en við höfum dregið fram að bændur geti með samstarfi við YGG rennt frekari stoðum undir starfsemi sína og lífsviðurværi. Skógrækt er langtímaverkefni og að samningstíma YGG og landeigenda loknum tekur landeigandi við skóginum til umhirðu og viðhalds. Í okkar vinnu höfum við frá 2020 unnið náið með sérfræðingum íslenskra stofnana, þar á meðal hjá Landi og skógi (áður Skógræktin og Landgræðslan) og leitast við að þróa lausnir með sprotafyrirtækjum sem tryggja áreiðanlega gagnaöflun, vandaðri ákvörðunartöku og geta stuðlað að nákvæmari og hagkvæmari mælingum þegar fram í sækir. Til þessa hafa eingöngu skógræktarverkefni farið í gegnum vottunarferli hjá okkur. Ástæðan er sú, að þær áratuga rannsóknir sem til voru á því sviði gerðu okkur kleift að uppfylla kröfur sem gerðar eru til verkefna af þessu tagi. Við bindum miklar vonir við að á þessu ári komist almennileg hreyfing á verkefni á sviði endurheimtar votlendis og þá viljum við stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar. Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur. Almenningsálit og traust skipta okkur og þá starfsemi sem við tilheyrum gríðarlegu máli. Við höfum fjárfest mikið og lagt okkur fram um að gera hlutina í réttri röð. Við erum lítið einkafyrirtæki, með starfsstöðvar á Austurlandi og Vesturlandi og byggjum okkar verkefni upp á landsbyggðinni um allt land með miklum jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið, enda reynum við að nota staðbundna verktaka eins og hægt er. Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa, er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum. Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV? Höfundur er einn stofnenda YGG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps. Þar fylgir RÚV eftir umfjöllun sinni og annarra frá haustinu 2024 um skógræktarverkefni sem Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) vinnur að í samvinnu við landeigendur. Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur. YGG var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottaðar kolefniseiningar í bið í tengslum við kolefnisverkefni á árinu 2022 í gegnum íslenska kröfusettið Skógarkolefni, sem Skógræktin hannaði. Samt höfðu ýmsir aðrir aðilar verið að selja „kolefniseiningar“ áður en þessi áfangi náðist. Þá er YGG eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið vottun á verkefni sitt hjá hinum alþjóðlega viðurkennda aðila Gold Standard, en í desember 2024 fékk eitt verkefna okkar design vottun eftir gríðarlega lærdómsríkt og vandað þriggja ára ferli. Þetta verkefni hefur vakið töluverða athygli víða um heim og við erum stolt af þessari vinnu. YGG einbeitir sér að loftslagsverkefnum með landnýtingu. Það eru til aðrar leiðir, t.d. með verkefnum á hafi og með tæknilausnum, líkt og föngum úr andrúmslofti og niðurdælingu í jörðina. Dæmi um hið síðastnefnda er Carbfix sem flestir þekkja. YGG á ekkert land, heldur byggir alfarið á samstarfi við landeigendur. Áherslur landeigenda geta verið margvíslegar, en við höfum dregið fram að bændur geti með samstarfi við YGG rennt frekari stoðum undir starfsemi sína og lífsviðurværi. Skógrækt er langtímaverkefni og að samningstíma YGG og landeigenda loknum tekur landeigandi við skóginum til umhirðu og viðhalds. Í okkar vinnu höfum við frá 2020 unnið náið með sérfræðingum íslenskra stofnana, þar á meðal hjá Landi og skógi (áður Skógræktin og Landgræðslan) og leitast við að þróa lausnir með sprotafyrirtækjum sem tryggja áreiðanlega gagnaöflun, vandaðri ákvörðunartöku og geta stuðlað að nákvæmari og hagkvæmari mælingum þegar fram í sækir. Til þessa hafa eingöngu skógræktarverkefni farið í gegnum vottunarferli hjá okkur. Ástæðan er sú, að þær áratuga rannsóknir sem til voru á því sviði gerðu okkur kleift að uppfylla kröfur sem gerðar eru til verkefna af þessu tagi. Við bindum miklar vonir við að á þessu ári komist almennileg hreyfing á verkefni á sviði endurheimtar votlendis og þá viljum við stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar. Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur. Almenningsálit og traust skipta okkur og þá starfsemi sem við tilheyrum gríðarlegu máli. Við höfum fjárfest mikið og lagt okkur fram um að gera hlutina í réttri röð. Við erum lítið einkafyrirtæki, með starfsstöðvar á Austurlandi og Vesturlandi og byggjum okkar verkefni upp á landsbyggðinni um allt land með miklum jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið, enda reynum við að nota staðbundna verktaka eins og hægt er. Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa, er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum. Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV? Höfundur er einn stofnenda YGG.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar